Færsluflokkur: Bloggar
28.9.2011 | 19:14
Heimilin tæknilega gjaldþrota - eða hvað?
Það hefur verið talað um að heimili margra séu tæknilega gjaldþrota. Sumir alþingismanna skammast sín fyrir að vera í þeim hópi sem leyfir þessu að gerast. Er þá rödd Margrétar Tryggvadóttir hve hæst þar sem hún fjallar um þetta í pistli sínum http://blog.eyjan.is/margrett/2011/09/27/verdur-island-i-lagi/ og er það vel. Sú hin sama Jóhanna og sagði verðbólguna einstakt íslenskt fyrirbæri sem þyrfti burt, í nóvember 1996 - er ekki alveg að vera samkvæm sjálfri sér.
Er þetta sama Jóhanna og lofaði heimilunum skjaldborg? Ja svei mér þá ef ekki bara. Nema það að nú er þessi hin nákvæmlega sama verðbólga búin að hækka lán heimila um allt að helming frá árinu 2007. Ekki dettur Jóhönnu tetrinu sem loksins telur sinn tíma kominn, að falast eftir leiðréttingu á þessum algera FORSENDUBRESTI.
Í Kastljósi gærkveldsins vildi þáttarstjórnandi meina að við, almenningur hefðum skrifað undir þennan forsendubrest! http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4605448/2011/09/27/0/ en því fer nú fjarri eins og Andrea Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna réttilega benti á.
Þegar lán voru tekin var ákveðið verðbólguviðmið Seðlabanka Íslands sem miðað var við og útreikningar fram í tímann voru gerðir. Sjálf skrifaði ég undir slíka útreikninga. Þær tölur voru fjarri þeim sem við horfum á í dag. En það voru þær tölur sem fólk skrifaði nafn sitt við.Seðlabankinn hefur hinsvegar engin tök til að sporna við verðbólgu meðan verðtryggingar nýtur. Þetta vita fræðimenn og ættu því aldrei að hafa blekkt þjóðina með ótryggum loforðum um verðbólgu og verðbólguspá.
Verðtryggingin hentar hinsvegar lánveitendum - tryggir þá í topp. Jafnvel við náttúruhamförum. Lánin munu samt hækka þó svo landið sé komið undir sjó.
Það hljóta allir að sjá hversu fáránlegt þetta er. Engin lög styðja við núverandi útreikninga þar sem óðaverðbólgu er demt á höfuðstól lána. Og skyndilega - án þess að hafa nokkuð gert - skuldar maður helmingi meira í dag en í gær. Án þess að hafa nokkurn tíma séð það fjármagn. Á sama tíma heldur ríkisstjórnin hjólum atvinnulífs í heljarþröm og kippir þar með fótunum undan fjölda fjölskyldna. Helstu aðferðirnar þar eru skattahækkanir á atvinnulíf og neyslu (sem fara beint í verðbólguna) svo enginn getur sig lengur hreyft.
Á sama tíma er fjármagni dælt í bankana og þeim gefið leyfi til algjörs eignanáms - en ríkið velur úr þau fyrirtæki sem "mega lifa".
Gott fólk. Það eru ekki heimilin sem eru tæknilega gjaldþrota. Það er ríkisstjórnin og bankarnir ef eitthvað er.
Það hefur verið brotið á okkur. Almenning. Þetta er kallað FORSENDUBRESTUR og ætti ekki að líðast.
Við skulum hittast á Austurvelli 1. október og ræða málin nánar.
Stöndum saman.
Mesta verðbólga í 15 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2011 | 21:32
Ein af okkar stærstu auðlindum er Íslenska krónan!
Nei - ég er ekki að grínast.
Flestir gjaldmiðlar eiga undir högg að sækja í stórum hagkerfum þar sem varla er vinnandi vegur að leiðrétta mismuninn og koma jafnvægi á gjaldmiðlana. Dollarinn er í vanda. Evran er í vanda, sem og flestir gjaldmiðlar.
Þetta er hinsvegar eitthvað sem við getum gert hér á litla Íslandi með okkar litla gjaldmiðil. Það þarf róttækar breytingar, sei sei já. Og þær verða ekki sársaukalausar fyrir þá sem hagnast hafa á verðbólgu og þennslu. Þetta segi ég ekki bara si svona. Þeir ríkustu hafa einmitt grætt á verðbólgu og þennslu, útgáfu innistæðulausra "peninga" og bónusum. Þessu fólki finnst sárt að horfa á"gróðann" sem fyrst og fremst voru reiknaðar tölur - hverfa frá sér, en ég efast um að þeir tapi höfuðstólnum sem þeir sannanlega lögðu til! Þetta skiptir máli. En þeir sem minna eiga - þeir mega tapa sínum höfuðstól?
Jöfnun nefninlega virkar þannig, að þeir sem græddu á aðstæðum - tapa þeim gróða. Áds. En þeir sem eru að tapa því litla sem þeir unnu fyrir hörðum höndum, fá leiðréttingu.
Ég efast um að raunverulegur höfuðstóll neins verði skertur.
Þessar leiðréttingar gætu gert íslensku krónuna að eina gjaldmiðlinum sem væri í jafnvægi. Það myndi auka eftirspurn eftir krónunni og hún orðið virkilega eftirsóknarverð fyrir fjárfesta. Það mundi þýða velsæld fyrir alla á litla hrjáða landinu okkar.
Veit að þetta krefst nánari útskýringa. En hugsið um megin atriðið. Smæðin getur unnið svo vel með okkur og sú staðreynd að við höfum stjórnina sjálf. Þegar (ég segi ekki ef) gjaldmiðillinn okkar er orðinn heilbrigður og peningastefnan raunveruleg, bankarnir í raunstærð og eftirlitið í lagi - þá stöndum við með pálmann í höndunum.
Nei - þetta er ekki ljóskubrandari.
Söluæði rann á fjárfesta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
21.9.2011 | 10:55
Tveir af hverjum þrem í vanda og Steingrímur boðar frekari niðurskurð!
Byrjum á örlítilli samantekt úr þessari grein:
Þrír jafnstórir hópar innan þjóðfélags þar sem fjárhagsvandi er sífellt að aukast. Tveir þessara hópa eru í vanda þó svo annar rétt nái að fljóta. En hversu lengi?
Börnum fátækari hópsins líður verr en fyrir hrun.
Þetta útfærist fyrir mér - á mannamáli að tveir af hverjum þrem íslendinga eigi í fjárhagsvanda sem fer sífellt versnandi, enda aðgerðir til úrbóta engar. Steingrímur á ekki von á húrrahrópum yfir næsta fjárlagafrumvarpi. http://mbl.is/frettir/innlent/2011/09/21/engin_hurrahrop/
Auðvitað skreytir hann svo orðræðu sína með kjaftæði um að við séum réttu megin við línuna og það versta sé yfirstaðið bla bla bla. En, hey - hver hlustar á Steingrím? Ekki ég að minnsta kosti. Svei mér ef mér finnast skúfendur ekki skarpari skepnur - og mun hárprúðari.
Það sem þarf að horfa á hér er ekki kjaftæðið í honum, heldur þessi ískalda nöturlega staðreynd sem lesa má úr þessari könnun. Almenningur sveltur meðan bankarnir fitna.
Þriðja hverjum íslendingi stendur sennilega á sama. Annar þriðjungur er sennilega farinn að svitna. En sá verst setti hefur liðið fyrir aðgerðarleysi stjórnvalda í tæp þrjú ár nú þegar.
Haldið þið að þetta fari að skána? Think again.
Lilja Mósesdóttir reynir að leiða okkur í sannleikann. http://www.dv.is/frettir/2011/9/20/lilja-mosesdottir-segir-ad-lantakar-verdi-ad-gripa-til-adgerda/ Og konan sú veit hvað hún syngur - ólíkt flokksbróður sínum.
Nú langar mig að spyrja þessa hópa sem ennþá eru "í lagi" hvort þeim finnist þetta "allt í lagi" og sjái enga ástæðu til að standa upp og spyrna við fótum? Já - ég veit að þetta er svona algjör ljóskuspurning - eða hvað?
Psst. Má ég hvísla svolitlu að ykkur. Uss. Svona harkalegar aðgerðir gegn almenning í þágu bankanna og til að rífa upp skuldastöðu ríkisins á of skömmum tíma til að nokkurt þjóðfélag lifi það af - er eina leiðin til að komast mögulega og ef til vill í ESB.
Úps - ég sagði það upphátt.
Meðan þið veltið þessu fyrir ykkur ætla ég að fara og grilla kartöflur í matinn - maður reynir að hafa smá fjölbreytni og hafa þær ekki alltaf soðnar.
Ekki hægt að skera meira niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2011 | 22:15
Er þetta nýr "ljóskubrandari" fyrir Íslendinga?
Kannski er ég farin að heyra illa - misskilja allt og sjálfa mig líka. En á meðan deildir núverandi spítala standa auðar sökum manneklu og niðurskurðar er verið að tala um að byggja nýjan spítala! Hátækni sjúkrahús!!!
Nú hef ég alltaf haft ofsalega gaman af Harry Potter, lesið allar bækurnar með börnunum mínum og farið með þeim á myndirnar. En - hey, ég geri mér samt grein fyrir því að þetta er bara ævintýri. Húsálfar eru ekki til.
Vegna lágra launa (að eigin sögn) og niðurskurðar er ekki hægt að manna þá spítala sem við höfum fyrir. Verið er að loka nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
Ok - ég læt sem ég heyri þetta ekki, enda með slæma heyrn. Þetta er bara enn einn ljóskubrandarinn sem er sendur í hausinn á okkur.
Á pantaðan tíma í litun í vikunni.
Nýr spítali eins og Kárahnjúkavirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.8.2011 | 17:27
Stjórfjölskyldan og vinir standi saman!
Eitt af því sem einkennt hefur Íslenskt samfélag undanfarin ár eða áratugi er að stórfjölskyldan er að fjarlægjast og vinir að verða yfirborðskenndari en áður. Þetta er slæm þróun og sem betur fer ekki algild.
Annað sem einkennir okkar litla samfélag er að hver hugsar um sig í eigin horni og kannski minna til náungans. Sýndarmennskan hefur ráðið hér ríkjum of lengi.
Oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn að breyta þessu til betri vegar.
Nánast í hverri einustu fjölskyldu eða vinahóp er einn eða fleiri sem á erfitt um þessar mundir að draga fram lífið fyrir sig og sína. Hefur kannski ekki efni á að leigja sér húsnæði eftir að bankinn hefur hirt af þeim allt.
Í sömu fjölskyldu og vinahóp eru svo aðrir sem enn hafa allt til alls og geta jafnvel leyft sér utanlandsferðir og ýmsan munað.
Við ætlumst til þess að stjórnvöld séu réttlát og taki tillit.
Hvernig væri að byrja á því að vera þeim fyrirmynd?
Hver í ykkar stórfjölskyldu/vinahóp á í vanda? Mundi lítið framlag frá nokkrum einstaklingum mánaðarlega jafnvel bjarga þessum einstakling? Verða til þess að hann gæti lifað sómasamlegu lífi án þess að skerða fjárhag ykkar að neinu marki.
Fólk gefur í alls kyns góðgerðarstarfsemi - sem er vel. Nú er hinsvegar tíminn til að horfa á hlaðið heima hjá sér.
Hugsið ykkur - tíu manns sem sæu af 7000 krónum mánaðarlega til þess sem á erfitt í fjölskyldunni eða vinahópnum gætu tryggt viðkomandi þak yfir höfuðið á þessum verstu tímum.
Við þurfum að læra að gefa og þiggja á þessum tímum - og byrja í nánasta umhverfi.
Ég mundi ekki hika!
Hvað um þig?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2011 | 10:25
Helmingur heimila í landinu tæknilega gjaldþrota
Björn Þorri Viktorsson hrl. segir í Kastljósi í gær að sennilega sé meira en hálf þjóðin tæknilega gjaldþrota. Íbúðir eru yfirveðsettar.
Allt er þetta vegna óráðssíu stóru bankanna sem hrundu hér fyrir tveim árum og tók þjóðina með sér.
Ef þetta er ekki ástæða til þess að almenningur rísi upp og krefjist lausna sinna mála hið snarasta, þá veit ég ekki alveg hver sú ástæða ætti að vera.
Hér má sjá umfjöllun Kastljóss í gær.
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4545133/2011/06/29/0/
Samtök Lánþega hafa hvatt fólk til að greiða ekki af skuldum sem lagaleg óvissa ríkir um.
Hagsmunasamtök Heimilana eru að setja af stað undirskriftarsöfnun sem mun verða aðgengileg á netinu innan skamms þar sem krafa er um leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnám verðtryggingar. Vísað er síðan í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi stjórnvöld ekki orðið við þessari beiðni í árslok.
Úrræði þau sem nú eru á boðstólnum eru mörgum ekki boðleg. Þar er í raun litla sem enga leiðréttingu að hafa og takmarkaðar úrlausnir. Atvinnuleysi eykst og fólk stefnir í gjaldþrot.
Það er ekki boðlegt að meira en hálf þjóðin líði fyrir glæfralega framkomu fyrri bankamanna og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar.
Við almenningur verðum að taka höndum saman og krefjast leiðréttingar.
Ekki nóg með það. Við verðum að krefjast skattalækkanna - að komið sé í veg fyrir aukna verðbólgu með því að auka neysluskatta og að atvinnulífinu sé gefin þau skilyrði að það geti blómstrað að nýju.
http://utvarpsaga.is/index.php?option=com_content&view=article&id=754&Itemid=70
Hér má heyra viðtal (byrjar ca 25 mín inni í morgunþættinum frá 27. júní) um þann vanda sem steðjar að atvinnumarkaðinum og þar með heimilunum í landinu.
Látum ekki valta yfir okkur - stöndum sterk saman!
Biðröðin lengist við dyr umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2011 | 18:20
Skattmann eykur verðbólguna (og húsnæðislánin hækka).
Steingrímur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru alveg í rífandi stuði. Auðvitað fer öll hækkun neysluskatta beint inní verðbólguna og þenja enn meira út húsnæðislánin. Sem nú þegar eru löngu komin yfir þolmörk.
Það er ekkert vit í því að hafa verðtryggingu á sama tíma og verið er að berjast við að koma hjólum hagkerfis aftur í gang. Bara eitt af mörgu.
Skattahækkanir aftra atvinnurekendum til að ráða starfsfólk, sem eykur atvinnuleysi, sem dregur úr hagvexti og kemur í veg fyrir aukna neyslu.
Skattahækkanir fara beint inn í verðlagið, eykur verðbólgu, hækka lánin og auka greiðsluerfiðleika heimilanna.
Allt þetta kemur í veg fyrir að þjóðarbúið geti með nokkru móti jafnað sig.
Er virkilega ekki kominn tími til að fá sérfræðinga með bein í nefninu til að stjórna landinu?
Og henda erlendum ráðandi öflum til síns heima.
Áður en það verður allt of seint.
Mesta verðbólga í 10 mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2011 | 20:03
Drífum okkur í drullupyttinn!
Á meðan við heyrum fréttir af falli Evru og skuldsettari ríkjum innan bandalagsins - þá heldur Samfylkingin ótrauð áfram.
Við gætum orðið svo heppin að fá að greiða fyrir skuldir Grikkja og annarra Evrópuríkja, utan okkar eigin. Væri það ekki alveg stórkostlegt!
Þessi ríki eru í skattafjötrum, líkt og verið er að troða uppá okkur - og þessvegna er ekki mögulegt fyrir hagkerfi þeirra að ná sér. Fátæktin eykst, atvinnuleysi eykst og öllu er tjaldað til að borga fjármálafyrirtækjum.
Rosalega langar mig til að vita hverjir hagnast á þessu. Ekki almenningur, svo mikið er víst.
Er ríkisstjórnin búin að lofa einhverju fleiru upp í ermina á sér sem við vitum ekki af?
Fyrir utan að þjást af skattpíningu í boði IMF - hvað er meira í gangi?
Ofboðslega er maður orðinn leiður á því að láta ríkisstjórnina ljúga að sér.
Og fjármagnseigendur (sem eru þeirra bestu vinir).
Ætlar almenningur virkilega ekki að kveikja?
Viðræður um aðild að ESB að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.6.2011 | 19:13
Stjórn Egyptalands hefur greinilega bein í nefinu.
Það væri óskandi að okkar ríkisstjórn gæti státað af því sama. En - því miður.
Þeir sem skoða málin í víðu samhengi geta séð að hér er hagkerfinu haldið í fjötrum vegna skattapíningar. Það er Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sem hvetur til þessara auknu skatta og ríkisstjórnin spilar með eins og strengjabrúður.
Hvað gerist þegar skattar eru orðnir svona háir?
Jú - áhrifin verða öfug. Þjóðfélagið staðnar. Fólk hefur ekki efni á neyslu. Atvinnurekendur hafa ekki efni á því að ráða til sín fólk. Atvinnuleysi eykst og æ fleiri færast niður í fátækragildruna.
Samkvæmt könnunum eru stóru fyrirtækin ekki bjartsýn á að geta bætt við sig starfsfólki. Ennþá er niðurskurður og fólk að missa atvinnuna. Fólks sem þarf fyrir heimilum að sjá.
Á sama tíma er komið að því að aðstoð til skuldsettra heimila er að renna út. Bankar krefja fólk um að semja um 110% leiðina fyrir mánaðarmót og Umboðsmaður skuldara lofar ekki lengur skjóli fyrir þá sem sækja um eftir sama tíma.
Þó svo einstaklingar séu samþykktir í þetta vægast sagt meingallaða kerfi, er ekkert sem segir til um að þeir fái úrlausnir. Það er nánast ómögulegt fyrir fólk sem hefur ekki atvinnu að fara samningaleiðina. Það hefur ekki tekjurnar til þess.
Af hverju - vegna þess að hagkerfið er í fjötrum. Það er enga atvinnu að fá.
Hver heldur hagkerfinu í fjötrum? Jú - batterý sem við köllum AGS.
Það er kominn tími til að almenningur rísi upp og krefjist þess að ríkisstjórnin standi við loforð þau sem gefin voru almenningi í landinu.
Allir eiga rétt á því að hafa þak yfir höfðinu. Geta nært sig og sína.
Það er okkar að segja "hingað og ekki lengra".
Við - almenningur stútuðum ekki hagkerfinu. Við viljum vinna og sjá fyrir okkur.
Það kemur einfaldlega ekki til mála að þær fjármálastofnanir sem kipptu fótunum undan fjölda einstaklinga, geti nú gengið að þeim og hirt allt sem þeir hafa unnið fyrir.
Ég segi STOPP!
Þorir þú að gera það líka?
Hættir við að leita til AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2011 | 22:12
Alþjóða gjaldeyris sjóður eða AGS/IMF - takk!
Hafi einhver einhverntíma efast - þá er einungis eitt valdabatterý hér við völd. Það heitir AGS.
Efist þið?
Kíkið á samninga ríkisstjórnarinnar við AGS, sem Steingrímur og Jóhanna skrifa undir. Þar kemur skýrt fram t.d að skjaldborg heimilanna (sem við þekkjum sem umboðsmann skuldara) virki ekki eftir 1. júlí 2011.
Krúttlegt.
Mér er ljúft og skylt að segja frá því að ég var eitt sinn í nefnd. Samráðsnefnd um skatta.
Hún var skipuð af fjármálaráðuneytinu og samkvæmt skipurnarbréfi (sem hangir hálf gulnað á ískápnum hjá mér) var okkur skylt að l"eita ráða hjá sérfræðingum í skattamálum frá AGS og eftir atvikum OECD".
Af einhverjum stórfurðulegum ástæðum þrjóskaðist þessi nefnd við að samþykkja álögur frá AGS - og var mjög fljótlega svæfð.
Núna er að renna upp hinn stóri dagur 1. júlí 2011. Dagurinn sem Jóhanna og Steingrímur lofuðu að öll skjól yrðu tekin af. Almenningur mætti eiga sig og borga skatta.
Okkur hefur verið tjáð að þessi dagur, 1. júlí 2011, sé sá síðasti til að semja um 110% leiðina.
Ef einhver sér ekki samhengið getur sá hinn sami fundið samningana sem voru gerðir við AGS og eru undirritaðir af þessu elskulega fólki sem ruddist til valda og ætluðu að tryggja hér norræna velferðarstjórn og skjaldborg heimilanna.
Vá takk
fyrir EKKERT.
Þolmörkum náð fyrir löngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)