Löngu óásættanlegt.

Eftir að hafa gluggað í skýrslu sérfræðinganna hjá Alþingi verður maður eiginlega sorgmæddur. Sérstaklega þegar síðan kemur í ljós að þær leiðir sem eru verulega réttlátar fyrir almenning verða sennilega þurrkaðar úr umræðunni vegna óánægju fjármálafyrirtækja. Fjármálafyrirtækja sem þegar hafa fengið sína leiðréttingu - og rúmlega það.

Almenn niðurfærsla er réttlæti fyrir fólkið sem hefur mátt horfa á stöðuga eignarýrnun vegna aðgerða fjármálafyrirtækja og stjórnvalda. Önnur úrræði (utan kannski vaxtalækkunnar) eru óásættanleg fyrir almenning.

Hitt er annað að það úrræði eitt og sér er ekki nóg. Það þarf að huga að þeim verst settu - og gera það strax. En án þess að hirða af þeim allt sem þeir eiga - ef þeir eiga eitthvað lengur.

Það var afskaplega sorglegt að lesa pistil Sölva á Pressunni í morgun þar sem hann segist hafa áræðanlegar heimildir fyrir því að sjálfsvígstilraunir séu orðnar að meðaltali þrjá á dag - á dag.

Ég hinsvegar trú þessu alveg, því miður. Á meðan allar aðgerðir fela í sér að ná sem mestu fjármagni af almenningi (sem á það ekki til) er lágmarksframfærsla, eins og sjá má í skýrslunni, skammarlega lág. Hvaða einstaklingur lifir á 126 þús. á mánuði ef t.d. húsaleiga er minnst 80 þúsund?

Hversu lengi á að fjasa og mala á meðan þúsundir manna bíða í biðröð eftir mat?

Þetta er löngu orðið óásættanlegt ástand og það á ekki að bjóða þjóðinni uppá þetta. Það lýtur út fyrir að forystan í landinu ráði ekki við að taka ákvarðanir sem henta almenningi vegna samstöðu sinnar við fjármálafyrirtæki.

Þessu verður að ljúka.

 

 


mbl.is Áfram óvissa um lausnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Úff, ég vona nú að fólk reyni frekar bankarán eða eitthvað frekar en sjálfsvíg, enn ef að það kemur að mér þá lofa ég því að ég tek einhvern hæstvirtann með mér og jafnvel að ég reyni að ná einum útrásavíking með, svo að skilaboðin skili sér.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 12.11.2010 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband