Lágkúra Samfylkingarinnar

Samfylkingin er nú að fullu við að senda sms til síns fólks.

"Hér er smsið sem sent var frá SF, Það kom úr númeri 662-3553 og hljóðar svo: Nýtum atkvæðisréttin. JÁ til að lágmarka áhættu, kostnað og óvissu um endurreisnina. Samfylkingin"

Ef lágkúra Samfylkingarinnar er ekki á toppnum núna þá veit ég ekki hvað. Fólk innan þessara raða fær ekki einu sinni að hugsa sjálfstætt á kjördag.

Vei vei og fussum svei!

Vona að allir segi NEI

 


mbl.is Jóhanna búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Í tilefni dagsins:

Vei vei og fussum svei

vona að allir segi NEI

Skjaldborgina fegum ei

Víkja má nú Jóhönnugrey

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.4.2011 kl. 16:29

2 identicon

Hallo Lísa: Þú vonar að allir segi NEI; innst inni þá vona ég það ekki, en ég veit að það verða 30% JÁ, svo að við 70% NEI sinnar þurfum ekkert að óttast neitt er varðar þessar þjóðarkosningar um Iceslave3

Við þurfum líka nýjar kosningar til alþingis nú í apríl og það þarf að sópa öllu þessu liði sem þar er fyrir og kjósa nýtt fólk í alla pósta og helst að skipta út samdaunuðu starfsfólki þar líka sem og í ráðuneytunum. Já bara út með liðið, það verður bara að fá sér aðra vinnu, áður en það leggur landið okkar í rúst.

Og svo eitt enn Lísa: Til hamingju með flotta kosningu þína í stjórn Hagsmunasamtaka Heimilana, við væntum mikils af þér þar

Kristinn M (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 16:30

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Kannaðu hjá Já.is hver er með þetta númer!

Þá kemur í ljós að númerið er óskráð. Hvenær tóku stjórnmálaflokkar upp á því að vera með óskráð númer?

Mig grunar að það séu óvandaðir Nei-menn sem standi að baki þessu til þess einmitt að fá fólk til að stökkva upp á nef sér og byrja að blogga. Það hefur svo sannarlega tekist!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 17:26

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Axel - það er búið að hringja í þetta númer og þar staðfest að það er á vegum Samfylkingarinnar. Ég væri ekki að senda þetta frá mér öðruvísi.

Takk Kristinn, ég vænti líka mikillar samstöðu frá þjóðinni sjálfri. Saman getum við nánast flutt fjöll. En til þess þarf almenna samstöðu. Hún er til staðar í stjórn, góð stjórn. Ef allir leggjast á eitt þá má bera sigur í bítum. Það er mín trú.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.4.2011 kl. 17:30

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

http://www.youtube.com/watch?v=U9NI6tv4zpI&feature=player_embedded#at=158

Viðeigandi í tilefni dagsins - vonum að þetta verði raunin.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.4.2011 kl. 18:28

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég tek þín orð fyrir því og sammála að þetta er ekki smekklegt, þó ekki sé það ólöglegt!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.4.2011 kl. 18:34

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nei - mjög ósmekklegt. Við vorum allavega þrjú sem hringdum til baka í þetta símanúmer og fengum staðfestingu þess að ónafngreynd kona innan Samfylkingar væri að senda þetta út. Svona finnst mér lágkúra.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.4.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband