Drög að neyðarlögunum voru tilbúin í apríl - en ekki samþykkt!

Gott fólk - ég hvet ykkur til að lesa rannsoknarskyrslan.blog.is

Þar koma fram ýmsir punktar sem sýna það augljóslega að stjórnvöld litu í hina áttina og framkvæmdu ekki það eftirlit sem hefði átt að fara fram miðað við ýtrekaðar aðvaranir um stöðu fjármálakerfisins hér á landi. Þó svo að stjórnendur bankanna og eigendur eigi stærstu sökina, þá bar ríkinu að fylgjast með gangi mála og að allt væri með felldu.

Það var ekki gert.

Þvert á móti voru útrásarvíkingar frekar hvattir til dáða, en beðnir um það af FME snemma árs 2008 að hætta að auglýsa t.d. Icesave (kemur fram í 8.bindi). Ríkisstjórnin 2007 var með það á stefnuskrá sinni að búa fjármálafyrirtækjunum gott umhverfi. Samt voru sterkar aðvaranir farnar að berast 2006.

Gott fólk - gluggið í skýrsluna, eða bloggið um hana. Það er afskaplega fróðleg lesning, sem jafnvel ráðherrar ættu að skoða.


mbl.is Hrunið ekki rakið til stjórnmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Takk Lísa en einhvern veiginn finnst mér að hún sé að gleymast allavega kannast engin við að hafa gert mistök þrátt fyrir að þau séu augljós!

Sigurður Haraldsson, 11.9.2010 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband