Erfiðast að eiga við ríkisstofnanir.

Í pistli mínum frá því í gærkvöldi hnaut ég einmitt um þessi ummæli Jóhönnu. Nú ætti að færa ábyrgðina frá ríkisstjórn - eina ferðina enn - og yfir á bankana.

Ég get ekki annað en að koma með eigin reynslu af þessum málum síðan eftir hrun. Þeir allra allra meðfærilegustu og hjálplegustu hafa einmitt verið bankarnir í mínu tilfelli. En þegar kemur að stofnunum ríkisins sjálfs - til að mynda LÍN og svo auðvitað skattmann - þá kemur maður að læstum dyrum.

Ég hvet ríkið til að taka til í eigin bakgarði og koma til móts við almenning.

Þá vil ég koma með oggulitla tillögu að fyrstu vænlegu skrefum í þá átt:

1. Tryggt húsnæði og framfærslu fólks.

2. Atvinnuuppbyggingu sem skilar sér í auknum störfum og minnkun atvinnuleysis.

3. Laga skattakerfið að tveim ofangreindum þáttum, ekki á þann hátt að erfiðleikar aukist.

4. Draga úr niðurskurði ríkisins og efla innspýtingu til að skapa atvinnu og tekjur.

Þetta er það sem mér finnst allra brýnast. Fólk getur svo verið sammála - eða ekki.

 


mbl.is Ómakleg gagnrýni á bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband