Viljum við verða bresk nýlenda?

Bretar hafa oft ásælst Íslandið okkar litla, reyndu meira að segja einu sinni að fá Dana til að framselja landið fyrir aðrar nýlendur. Nú þykjast þeir vera komnir með nýtt tromp.

Icesave

Hluti þjóðarinnar telur það siðferðislega skyldu okkar að játast bretum og veðsetja landið til næstu 35 ára. Með óútfylltum víxli sem getur farið á hvern veg sem er - hver veit hvað mun gerast með allar þessar himinháu skuldir á bakinu.

En hvað í raun skuldum við Bretum (og Hollendingum)? Þeir tóku þá ákvörðun alveg hjá sjálfum sér að greiða innistæður sinna þegna við hrun Landsbankans. Ekki báðum við þá um það. Á þeim tíma var Landsbankinn einkafyrirtæki. Þeir bættu um betur og lokuðu bankaútibúum okkar og settu á hryðjuverkalög.

Í tvö ár núna höfum við setið í járnum. Ekki bara vegna þess að hér fór heilt bankakerfi á hliðina. Eins og það sé ekki nóg. Nei - við höfum mátt sitja undir hótunum og þvingunum frá Bretum og Hollendingum með astoð AGS og ESB.

Er þetta siðferðislega rétt? Að kúga litla þjóð þar sem almenningur er að missa eignir sínar, skattar eru að kremja niður neyslu og atvinnulíf og atvinnuleysi fer eins og eldur um sinu. Og mun það batna eitthvað þegar skuldirnar hækka enn meira?

Við höfum rétt á því að standa upp og neita að láta kúga okkur. Þó svo fyrri ríkisstjórn hafi panikað og sett á neyðarlög. Almenningur stóð hvergi á bak við það. Sú ríkisstjórn er farin frá. Þó svo nokkrir fjármálajötunuxar hafi rústað fyrirtækjum sínum (sem reyndust vera bankar) þá kom almenningur hvergi þar nærri.

Svo hvað réttlætir það að við eigum að borga fyrir mistök og mistök ofan. Ekki bara okkar mistök heldur líka mistök Breta. Þeir eru ekki alsaklausir eins og fólk veit og eflaust mun koma í ljós. Þeir höfðu líka eftirlitsskyldu sem ekki var farið eftir. Sennilega var það þessvegna sem þeir stukku til og borguðu innistæðueigendum - til að bjarga sér frá eigin mistökum frekar en okkar.

En auðvitað er stórsnjallt hjá þeim að heimta svo að við borgum brúsann. Enda hafa Bretar alltaf verið snjallir í viðskiptum og stjórnmálum. Annars ættu þeir varla hálfann heiminn (tja eða nýlendur útum allt).

Við getum svosem lagst niður eins og dauðar pöddur og gefið okkur Bretum (og Hollendingum) á vald.

En við getum líka sagt NEI - við krefjumst réttar okkar í þessu máli.

Og gleymum ekki því, að við eigum í erminni skaðabótakröfu vegna hryðjuverkalaganna.

Verum sönn okkur sjálfum. Neitum þessari kúgun og snúum okkur að uppbyggingu atvinnulífs.


mbl.is Dagsetning liggur ekki fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Lísa, þú hittir naglann á höfuðið.  ICESAVE er ekkert nema fjárkúgun.  Ekkert hefur samt þýtt að segja ICESAVE-STJÓRNINNI það, þau hlusta ekki.  Við getum aldrei sættst á það að börnin okkar verði notuð sem þrælar.  

Elle_, 23.2.2011 kl. 17:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei, ég vil ekki borga skatt til Breta og Hollendinga í 35 ár...  Aldrei

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband