Eru Íslendingar mýs eða menn?

Við erum talin afskaplega falleg þjóð - ljóshærð og bláeyg.

Já - það var hæðni í þessu. Við gónum með okkar bláu augum á það sem við sjáum í sjónvarpinu og erum tilbúin til að grípa hvaða hræðsluáróður sem er. Eins og t.d. þennan frá Gylfa, forseta ASÍ - sem hefur sannað að undanförnu að hann er ekki mikið að hugsa um almenning.

Við höfum tækifæri á að verða fordæmisgefandi þjóð í áhrifamiklu og mikilvægu dómsmáli. Ekki bara fyrir okkur. Fyrir allar þjóðir sem eru það smáar að það má kúga þær og þvinga þrátt fyrir að hafa ekki brotið af sér sem slík.

Við höfum tækifæri til að segja spillingunni stríð á hendur og fá upp öll kurlin sem verið er að grafa í óða önn og í kapphlaupi við tímann.

Við erum hrædd við afleiðingarnar? Verstu mögulegu útkomu? Hver er hún?

Samkvæmt Lárusi Blöndal á þrotabúið talsvert fé uppí skuldina sem hlýtur að safna vöxtum á þeim tíma sem það tekur að reka annað eins mál (þetta var ekki sett inn í myndina um verstu mögulega útkomu). Svo ef verið er að segja okkur sannleikann, þá er versta mögulega útkoma ekki svo arfaslæm.

Sjá núvirðisreikninga ágæts sambloggara http://fhg.blog.is/blog/fhg/entry/1145264/?fb=1 - skyldulesning.

Hins vegar horfir enginn á bestu mögulegu útkomu. Að í raun séum við alls ekki bótaskyld - líkt og margt bendir til og margir benda á. Eða þá næst bestu - lágmarkskrafa án vaxta.

Enginn setur hryðjuverkalögin og málsókn vegna þeirra inn í myndina.

Nú spyr ég ykkur - ERUM VIÐ MÝS EÐA MENN

Dómstólsleiðin er eina leiðin til að fá sannleikann uppá borð. Ef við þurfum að borga, þá eru ansi margir aðrir í þeirri stöðu líka (sem hafa komist upp með að borga ekki). Við erum einsdæmi - heilt bankakerfi fór á hliðina. Er líklegt að heil þjóð sé látin gjalda fyrir mistök fárra einstaklinga, erlendra sem íslenskra.

Fallega bláeyga þjóð - veltið þessu fyrir ykkur.


mbl.is Icesave hefur áhrif á samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Alveg sammála þér og heldur vil ég vera maður en mús.  Svo er spurningin um hvort Gylfi hafi gert skoðanakönnun hjá félögum verkalýðsins um hvort hann hafi meirihluta fyrir svona yfirlýsingu á kostnað félagsmanna.  Hafa þeir gefið honum leyfi til að vera með áróður?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 10:42

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég hef ekki getað séð betur en að Gylfi stjórnist að valda Elítunni án nokkurra umhugsunar um almenning. Það væri fróðlegt að heyra tóninn í mörgum þessarra manna ef þeir skyndilega þyrftu að sjá fyrir sér og sínum á lágmarkslaunum eða bótum. Oftast er það nú þannig með fólk sem alltaf hefur verið í góðum álnum að það getur með engu móti skilið hinn hópinn, nema ástandið bíti þá sjálfa í rassinn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.2.2011 kl. 11:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þess vegna ættu ofurlaun verkalýðsforingja að heyra sögunni til, þeir ættu að framfleyta sér á lægtsu launum, þá kæmi ef til vill annað hljóð í strokkinn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 12:06

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Alveg örugglega. Og sama er að segja um þá sem eru búnir að sitja á þingi meira og minna sín "manndóms" ár. Þetta fólk "sér" ekki litla manninn og er flestum í sjálfu sér sama.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.2.2011 kl. 13:22

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það þarf að setja hámark á hve lengi ráðamenn landsins mega sitja, helst ekki lengur en 8 ár.  Það er líka til að forðast spillinguna sem grasserar innan veggja Alþingis. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 14:11

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nákvæmlega. Hingað til hef ég bara séð það í stefnuskrá Hreyfingarinnar að enginn geti setið þar lengur en tvö kjörtímabil. Nýtt blóð og ný sjónarmið eru nauðsynleg og ráðherrastólar ættu ekki að ganga í ættir (eða sæti á þingi) líkt og nú. Alþingi hefur í raun ekki verið mikið annað en fjölskyldufyrirtæki sem ræður ráðum sínum og klíkunnar........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.2.2011 kl. 14:34

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og það er okkar þjóðarinnar að breyta þessu.  Með því að kjósa ekki yfir okkur eina ferðina enn fjórflokkinn.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.2.2011 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband