Harakiri á Íslandi

Nú þegar er skattpínan að drepa niður hagvöxtinn. Skattpínan sem á að færa ríkinu tekjur til að borga skuldir. Vissulega er það ekki rétta leiðin til að auka framleiðni og hagvöxt. En núverandi skuldir eru þegar meiri en við ráðum við.

Svo á að bjóða okkur aukaskammt af skuldum í boði Breta og Hollendinga. Auka aðeins við skattpínuna og skilja ekkert í því af hverju hagvöxturinn eykst ekki. Breyta tugmiljarðagati í Svarthol.

Ekki get ég séð hvernig þetta dæmi á að ganga upp.

Bretar munu hafa hér yfirráð og stjórna aulindum okkar áður en langt um líður. Erlendir kröfuhafar verða búnir að sölsa undir sig fyrirtæki og heimili í boði ríkisstjórnarinnar.

Það er bara eitt orð sem mér dettur til hugar.

HARAKIRI

 


mbl.is Viðkvæm staða ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Nýja Sjáland hljómar einnig vel - lengra í burtu kemst maður ekki!

Haraldur Rafn Ingvason, 19.3.2011 kl. 16:51

2 identicon

Nei nei ekkert HARAKIRI og engar áhyggjur að vinir okkar  Bretum og Hollendingum  að þeir  sölsi undir sig auðlindir okkar. Það gera þeir ekki, nema við leifum þeim það .

Við þurfum bara að drífa okkur að ljúka samningum við EU og ganga þar inn sem fyrst og læra að deila og þiggja með vinveittum þjóðum.

En fyrst þarf að segja Nei við Iceslave 3 og kjósa nýja stjórn á Islandi helst sunnudaginn 10 april n.k. eða við allra fyrsta tækifæri, hætta skattpínu og öðru rugli sem er að ganga frá öllu dauðu hér.

Og ekki gleyma aðalatriðinu: Kasta krónunni strax og taka upp usa dollar strax og síðan € eftir sex til tíu ár.

Kristinn M (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 18:18

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Kristinn - takk fyrir innlitið. En eftir að hafa kynnt mér mál, þá er í raun tillaga Lilju Móses um nýjan íslenskan gjaldmiðil með mismunandi skiptihlutfalli það sem gæti bjargað okkur úr þessum aðstæðum. Dollari og Evra eru í hættu og hagsvæðin allt of stór til að taka tillit til okkar. Við verðum að geta viðhaft eigin fjármálastjórn - og fá til þess hæft fólk.

Kíktu á pistil minn um hvernig hagkerfið hrökk í gang hjá Þjóðverjum eftir stríð þegar þýska markinu var skipt út fyrir ríkismarkið.

Hagkerfi Evrulandanna eru hinsvegar langt frá því að hrökkva í gang.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.3.2011 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband