Spánn, Portúgal og Grikkland - á barmi örvæntingar.

Þetta eru lönd á barmi örvæntingar. Atvinnuleysi er gífurlegt og Evran er alls ekki að gagnast þessum þjóðum. Fróðlegt að hlusta á þessa klippu úr Evrópuþinginu.

http://www.youtube.com/watch?v=mGmnvkZszcw

Já - þetta var Nigel Farage. Hafi fólk fylgst með fréttum frá þessum löndum getur það ekki hafa farið fram hjá því að maðurinn hefur rétt fyrir sér.

Er ekki nóg um atvinnuleysi á Íslandi nú þegar? Ört stækkandi hópar eiga ekki fyrir mat. Afhverju í ósköpunum heldur fólk að þetta sé lausnin?

http://www.youtube.com/watch?v=wp8g6sfxPPs

Hagkerfi Íslands á ekki heima í ESB. Það er mín skoðun og margra annarra. Sennilega hafa flestir ESB sinnar bæði vinnu og eiga nóg fyrir sig og sína. Vita kannski ekki hvað atvinnuleysi er. Hvað ef þetta mundi nú breytast. Það virðist nefninlega vera svo að þeir sem hafa ekki fengið virkilega að súpa seyðið af kreppunni eru trúir því að ESB komið með gull og græna skóga.

Svo er það Össur. Er það ekki brot á Ráðherralögum að blekkja bæði aðra Alþingismenn og þjóðina í heild. Reyna að troða landi inn í ESB bakdyramegin á móti vilja landsmanna?

Hvað segja Hegningarlög við þessu?

Getur fólk hagað sér að villd bara afþví að það er í ríkisstjórn?

Ég spái því að Landsdómur sé rétt að tipla sín fyrstu spor og taka á fyrsta málinu af jafnvel röð annarra mála sem varða aðra ráðherra. Sem ég held að verði bara að hinu góða. Fólk í öllum atvinnustéttum verða að fylgja lögum og siðareglum.


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband