Lee Buchheit á launaskrá hjá ríkisstjórninni.

Margir hafa velt því fyrir sér á hvaða forsendum Lee Buchheit talar um ágæti samningsins. Sú forsenda er augljós. Tæpar 300 milljón króna forsendur - takk pent.

Fyrir þessa peninga hefði verið hægt að aðstoða almenning sem sér fram á mikla neyð. Hækka bætur sem eru svo lagt frá því að vera í takti við neysluviðmið. Auka heilbrigðisþjónustu á álagssviðum t.d. geðdeildirnar.

Það er skýrt að orð Buchheits eru ómarktæk með öllu þegar kemur að þessum samningum. Manninum er borgað vel fyrir hvert einasta orð.

Er ég ein um að finnast skömm að þessu?


mbl.is Kostaði yfir 300 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lísa Björk. Það er öllum hótað til að gera eins og mafía-peningastefnan heimtar. Bæði Steingrími J. og Lee B. er hótað til að ljúga og það var greinilegt að Lee B. átti erfitt með að leyna líkamstjáningunni um að hann var undir þrýstingi og kúgun ofurafla í Silfri Egils! Ég virði Lee B. fyrir að eiga erfitt með að ljúga að almenningi!

 Valdið er í höndum almennings á Íslandi! Og enginn af ofurafla-bankaræningjum gerði ráð fyrir að Íslendingar gætu tekið sjálfstæða ákvörðun með hyggjuvitinu og rökvitinu sem öllum er gefið í vöggugjöf og er ekki aðkeypt mútuvit!

 Treystið á ykkur sjálf en ekki áróður svikulla fjölmiðla og alþjóðamafíu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.4.2011 kl. 11:52

2 identicon

Já við hefðum aldrei átt að segja Svavari upp, hann var miklu billegari en Buchheit! En annars er alveg makalaust að fylgjast með þessu bloggrausi. Fyrst eru allir yfirsig hneykslaðir á því að ráða afdankaða pólitíkusa í samninganefndir, og þá eru ráðnir erlendir sérfræðingar, og þá verða allir yfirsighneykslaðir á því að þeir eru dýrir. En þetta skiptir jú allt engu máli. Við erum öll saklaus, segjum nei, trúum engu sem þessir bévítans útlendingar segja, og enn síður það sem atvinnurekendur eða launþegasamtök halda fram, við bara afskrifum skuldirnar, hækkum bæturnar, lækkum skattana, fellum niður verðtryggingu og lifum svo happilí ever after -- loftið er a.m.k. hreint! 

Pétur (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 12:55

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er eitt að tala um kostnað á nauðsynlegum hlutum með ásættanlegri niðurstöðu í sátt við alla aðila. Allt annað að þegar kostnaðurinn er vegna útgjalda sem ekki er sátt um - og hann þetta hár.

Í þrígang höfum við séð hér afleita samninga - alveg sama hvort það var Pétur eða Páll sem gerði þá. Ef ekki er hægt að ná viðunandi samningum á að ganga frá samningaborðinu.

Að ríkisvæða skuld sem hefur ekkert hámark er óásættanlegt. Að gefa frá sér gerðardóm er óásættanlegt. Að gefa erlendum kröfuhöfum á beinan eða óbeinan hátt aðfararleyfi að auðlindum okkar er óásættanlegt. Að neita í lengstu lög að ræða kostnað við samningagerð er óásættanlegt.

Þjóðin hefur nú þegar gefið þessari ríkisstjórn skýr merki þess að hún treysti henni ekki, enda ekki nema von. Hér þurfa að koma til betri vinnubrögð.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.4.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband