Fátækt á Íslandi!

Já - það ER fátækt á Íslandi.

Það lifir enginn á atvinnuleysisbótum (7,1% skráð atvinnuleysi). Sama er að segja um fólk á námslánum. Eða fólk sem sem er á félagsbótum. Hvað þá öryrkjar. Jafnvel ekki þeir sem eru á lægstu laununum (sem eru svipuð bótunum).  Allir eiga þessir hópar það sameiginlegt að geta ekki dregið fram lífið á þessum bótum.

Þið veltið kannski fyrir ykkur - afhverju gat fólk marið þetta áður en ekki núna?

Svarið er einfalt. 

Bara matvara hefur hækkað um 66% síðan 2008. Þá er ótalið hækkun á rafmagni, bensíni og fatnaði. Tala nú ekki um tóbak og áfengi (það er bara fyndið).

Lán hafa stökkbreyst á þessum tíma og húsaleiga líka.

En bæturnar - nei, þær hafa nú ekki hækkað mikið - ef nokkuð. Eða námslánin.

Ég velti stundum fyrir mér - hvað skyldu margir hafa það verulega erfitt hér núna? Örugglega mun fleiri en nokkur vill viðurkenna.

Við lesum einstaka grein um fólk sem brotnar saman og uppi verður fótur og fit. Allir vilja hjálpa þessum örfáu einstaklingum sem láta í sér heyra, eða fólk fréttir um. En sennilega er það ekki nema 1/5000. Jafnvel er talan hærri. Það bara veit það enginn. Vegna þess að tölurnar sem við erum mötuð á í fréttum um atvinnuleysi og anna slíkt segir ekki neitt um neyð og vanlíðan fólks. Eða fjölda þeirra sem eru við að gefast upp.

Í janúar nk. mun skráð atvinnuleysi örugglega minnka - samkvæmt fréttum. Það er hinsvegar vegna þess að þá fer fyrsti stóri hópurinn að falla af atvinnuleysisskrá. Síðan fjölgar þeim. 

Hvað um þetta fólk verður, veit enginn. 

Það er greinilegt, miðað við viðbrögð sem örfáar greinar um fátækt einstakra aðlila hafa valdið, að fólk hérna er virkilega ekki að gera sér grein fyrir alvöru þessa máls.

En það gengur ekki lengur að skella við skollaeyrum. Það verður að uppræta þessa óáran. 

Eitt er víst að ríkjandi stjórn er lítið að beita sér fyrir þessari auknu fáttækt og neyð. Þvert á móti gerir hún í að gera ástandið hér verra.

Og eigum við ekki að klappa fyrir heilum 7 milljónum sem ríkisstjórnin ákvað að gefa til hjálpastofnanna fyrir þessi jól í stað þess að senda jólakort?

Betra en ekkert - en varla upp í nös á ketti. 

Sjáið til. Yfir 2000 fjölskyldur eru nú þegar á skrá um jólaaðstoð bara hjá Fjölskylduhjálp (veit ekkert um tölur hjá öðrum hjálparstofnunum). Ef við reiknum með að jólamaturinn kosti 5000 að meðaltali á fjölskyldu (sem er nú mjög knappt reiknað) þá gera það 10 milljónir. Af þessum 7 milljónum sem ríkið ætlar að sjá af, fær hjálparstofnun með allan þennan fjölda af fjölskyldum á skrá kannski rúma milljón. 

Veit ekki til þess að forsætisráðuneytið hafi verið í sambandi til að spyrja hver og ein stofnun þyrfti til þess eins að allir íslendingar gætu notið jólamáltíðar.

Þá eru allar aðrar máltíðar árið um kring eftir.

Já. Það er fátækt á Íslandi - meiri en ykkur grunar.

Hvað ætlið ÞIÐ að gera sem hafið það bara þokkalegt?

 


mbl.is Atvinnuleysi eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var nú í námi eftir að kreppan hófst, útskrifaðist og fór svo að vinna við það sem mastersgráðan mín gefur tilefni til. Með tilkomu fullra leikskólagjalda og skólagjalda eftir að ég hætti að vera námsmaður og afborgunar námslána sem hefst á næsta ári eru ráðstöfunartekjur mína LÆGRI en þær voru þegar ég var námsmaður m.v. skattinn eins og hann er í dag og laun "millistéttarfólks" Einnig hef ég orðið vitni að fólki á bótum (alls ekki allir, en tiltekin hópur bótaþega með örorku og x barnafjölda/greiningar) með langt um hærri (meira en 100.000) ráðstöfunartekjur en ég. Og margfaldan afslátt á allri þjónustu fyrir sig og börn sín

Það er margt fáranlegt í dag og ekki endilega hvetjandi að vera að borga fyrir þetta þjóðfélagi með svita og tárum.!

Steinunn (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 18:07

2 identicon

Steinunn, thessi tiltekni hopur er litill. Folk sem er a oroku og eru einstaklingar fa kannski 165.000 kr ad mer skilst. Af theirri upphæd tharf ad borga oll fost utgjold, lyf sem oftar en ekki eru morg og dyr fyrir thennan hop plus lækniskostnad og rannsoknir. Eg er samt ekki ad mæla thvi bot ad laun millistettarfolks skuli ekki vera hærri, audvitad eiga thau ad vera thad, en thar kemur inn leleg verkalydsfelog og forysta. Thad eru lika einstædar mædur sem eru undir theim flokki og eiga ekki i sig og a, endar na ekki saman hja neinum heima nema yfirstettinni, og thad er thad sem tharf ad laga og leidretta, og ekki seinna en i gær. Ferlega mikid orettlæti sem vidgengst, og nu eru rikisstjornin ad huga ad nyjum bilaflota fyrir radherrana, sem eru akkurat folkid sem hefur launin til ad geta sjalf keypt ser sina bila. Afhverju eigum vid ad borga undir tha randyra bila, jolabonus, launahækkanir, utanlandsreisur, veilsuhold og sima, thegar almenningur svelltur. Thad er til nog handa ollum, thad er bara misbeiting og valdnydsla i gangi a ollum svidum, ekki bara heima, lika i morgum odrum londum. Klikuskapurinn heima er tho med afbrigdum slæmur og olidandi. Enda flytur folk sem mogulega getur thar sem thad eygir betri framtid fyrir sig og sina i betur reknum londum.

Gudrun Maria Berg (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 18:31

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæl Steinunn. Ég er næstum fullviss þess að þú ert ekki einstæð, en leiðréttu mig ef ég hef rangt fyrir mér.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.12.2011 kl. 18:47

4 identicon

Sælar Guðrún og Lísa.

Ég er sammála þér Guðrún og nei Lísa, ég er ekki einstæð, en var það ekki heldur sem námsmaður. Ég er bara bitur yfir því að komast að því að það breytti t.d. litlu sem engu fyrir mína stöðu að fara frá því að vera námsmaður og að vinna ráðstöfunartekjur eftir skatta eru ca 190.000þs frá því að hafa verið um 160.000þs sem námsmaður.

Svo þessi blessuðu bök sem eiga að heita millistétta (amk lækkuðu barnabætur um 50% síðustu áramót hjá okkur) eru ekki svo breið.

Þessi hópur sem nær ekki endum saman er bara stærri en er almennt talað um og nær líka til giftra para sem eru háskólamenntuð...eða búin að vinna sig upp á vinnumarkaði.

Í staðin vinn ég ca 150% vinnu í dag til þess að eiga fyrir jólum og tómstundum fyrir börnin, það er líka helvíti fúlt.

Steinunn (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 19:53

5 identicon

Og s.s. af þessum 40.000 þs aukalega eru leikskóla og dagvistunargjöld hærri fyrir börnin, auk afborgana af námslánum sem koma inn á næsta ári, þá er munurinn farinn...

Steinunn (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 20:00

6 Smámynd: GunniS

löngu þörf umræða , en því miður er eins og alþingi og aðrir toppar ætli að loka augum fyrir þessu, ég hef verið svo gott sem óþreitandi að vitna í neysluviðmið sem velferðarráðuneitið lét gera. en ég heyrði sögu um daginn um að sú viðmið hafi verið skýrð neysluviðmið því þeim brá svo við að sjá hvað þeir fengu út úr reiknivélunum.

og þeir hefðu neyðst til að endurreikna ansi margt, svo orðið neysluviðmið var notað. en þessum viðmiðunum var ætlað að koma af stað umræðu og mætti velta fyrir sér afhverju hún fór ekki af stað, og jafnvel spyrja sig afhverju reykjavikurborg er ekki að skoða þessi viðmið, því ég spurði félagsráðgjafa hjá borginni um daginn hvort þeir miði við þessi viðmig og var sagt að eina sem ráðgjafarnir geta gert er að benda á hvað staða fólks sé alltaf að versna, á fundum með Björk Vilhelmsdóttir, minnir mig að hún heiti sem er yfirstýra hjá velferðarsviði borgarinnar.

líka sést það alveg greinilega þegar þessi viðmið eru skoðuð að verkalýðsfélögin hafa ekki verið að gæta hagsmuna sinna félagsmanna, og virðist sem þau syndi með í samstiltu átaki um að skapa hér fátækt.

GunniS, 12.12.2011 kl. 20:05

7 Smámynd: GunniS

mig langar að koma aðeins inn á umræðuna að ofna um námslán, ég fékk svar frá einum alþingismanni,ætla ekkert að segja hver það er. en umræðan var afhverju framfærslan virðist ekki duga. ég er einstaklingur - og virðist vera búið að mismuna fólki svo eftir stöðu að einstaklingar eiga ekkert að vera í námi að því er virðist.

"Námslánin koma mjög misjafnlega út fyrir fólk eftir fjölskylduaðstæðum. Einstætt foreldri með þrjá krakka hefur það betra á námslánum en t.d. sama manneskja í þokkalegri vinnu, sérstaklega ef afsláttur á dagvist er tekinn inn. Hins vegar er eins og gert sé ráð fyrir að einstæðingar séu krakkar sem búi heima hjá pabba og mömmu."

GunniS, 12.12.2011 kl. 20:54

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er alveg rétt Steinunn. Það er gengið mjög á millistéttinu og eins og reynt sé að þurka hana út með álögum þessa dagana. Kominn tími til að millistéttin rísi upp á afturlappirnar og láti í sér heyra. Hinsvegar má ekki gleyma að stór hópur einstæðra er með berstrýpaðar bætur og venjulegt meðlag - dugir skammt. Og það sem annað er. Hefur ekki möguleika á að auka vinnuálagið þar sem bara einn aðili er til að sjá um barnið og allann pakkann ef viðkomandi er í láglaunavinnu. Það er mun auðveldara að berjast og vinna saman þar sem fyrirvinnur eru tvær á heimili en þar sem allt legst á einar herðar.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.12.2011 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband