Drög að neyðarlögunum voru tilbúin í apríl - en ekki samþykkt!

Gott fólk - ég hvet ykkur til að lesa rannsoknarskyrslan.blog.is

Þar koma fram ýmsir punktar sem sýna það augljóslega að stjórnvöld litu í hina áttina og framkvæmdu ekki það eftirlit sem hefði átt að fara fram miðað við ýtrekaðar aðvaranir um stöðu fjármálakerfisins hér á landi. Þó svo að stjórnendur bankanna og eigendur eigi stærstu sökina, þá bar ríkinu að fylgjast með gangi mála og að allt væri með felldu.

Það var ekki gert.

Þvert á móti voru útrásarvíkingar frekar hvattir til dáða, en beðnir um það af FME snemma árs 2008 að hætta að auglýsa t.d. Icesave (kemur fram í 8.bindi). Ríkisstjórnin 2007 var með það á stefnuskrá sinni að búa fjármálafyrirtækjunum gott umhverfi. Samt voru sterkar aðvaranir farnar að berast 2006.

Gott fólk - gluggið í skýrsluna, eða bloggið um hana. Það er afskaplega fróðleg lesning, sem jafnvel ráðherrar ættu að skoða.


mbl.is Hrunið ekki rakið til stjórnmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er möguleiki á að hæstvirtur forsætisráðherra hafi ekki lesið skýrsluna?

Það er merkilegt að Jóhanna furði sig á þessum áfellisdómi. Það virðist sýna það eitt að hún hafi ekki mikið gluggað í skýrsluna. Það er því varla furða að ekki hafi orðið neinar framfarir í stjórnartíð hennar.

Þeir sem hafa gluggað í skýrsluna eru afskaplega meðvitaðir um óregluna og brotin sem framin voru hjá fjármálafyrirtækjunum og þá staðreynd að ráðherrar litu í hina áttina þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir.

Og núna allt í einu hefur hún áhyggjur af Landsdómi! Maður hefur varla heyrt á hann minnst fyrr en undanfarna daga. Sennilega trúðu allir að þingmenn og ráðherrar væru ósnertanlegir með öllu og leyðist allt. Sérstaklega ríkisstjórnin.

Ég vona innilega að það verði gert framhald af skýrslunni - sem sýni vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar í þágu þjóðarinnar. Vinnubrögð sem styrkja og styðja við fjármálafyrirtæki og auðmenn en láta landsmenn missa aleiguna.

Hver skyldi titra þá?


mbl.is Áfall að ekki náðist samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyri haldið í gíslingu - gjaldeyrishöft.

Hvernig getur vöruskiptajafnaður verið annað en jákvæður þegar gjaldeyrisforðanum hér er haldið í gíslingu með gjaldeyrishöftunum. Þetta er alveg ómótstæðileg fréttamennska. Í gær var talað um að halli ríkissjóðs hefði minnkað og nú þetta.

Fær einhver borgað fyrir að reyna að láta allt líta voðalega jákvætt út?


mbl.is Vöruskipti áfram hagstæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóð í fjötrum!

Þeir sem halda að þetta séu góðar fréttir ættu að endurskoða hug sinn.

Meðan ríkið dregur saman alla fjárfestingu (og þá er líka talað um fjárfestingu í atvinnu - samneyslu, sem eykur enn vanda þjóðarinnar) eykst vaxtakostnaður vegna gífurlegrar lántöku.

Til að geta borgað þessi lán eru heimili og fyrirtæki sett á vonarvöl með skattahækkunum, sem gerir það að verkum að skatttekjur aukast. Hækkun tryggingargjalds hefur veruleg áhrif á rekstur fyrirtækja og möguleika þeirra á að ráða fólk til vinnu því þetta gjald er beintengt við greidd laun. Þetta er þessvegna ekki bara óhagkvæmt fyrir atvinnumarkaðinn þegar horft er til fyrirtækja og aukinna skattgreiðslna á þau, heldur líka hvað varðar að hægt sé að ráða nýtt fólk til starfa.

Aðrir skattar sem hafa hækkað fara beint inní verðlagið og vísitöluna sem neysluskattar.

Með sérhverri skattahækkuninni er því beint vegið að atvinnulífinu og fólkinu í landinu og í stað þess að vinna bug á því ástandi sem hér er og stuðla að minnkun atvinnuleysis og þess að efnahagskerfið fái nauðsynlega innspýtingu hafa þessi úrræði ríkisstjórnar þveröfug áhrif. Verða þar af leiðandi einungis til að auka á erfiðleika og dýpka kreppuna.

Þannig að, gott fólk, þó svo fyrirsögn fréttarinnar hljómi kannski jákvæð - þá eru undirliggjandi ástæður hennar langt frá því að vera jákvæðar eða góðar fréttir.

 


mbl.is Dregur úr halla ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfist ráðherrum allt?

Hvað þarf að gerast til að ráðherrar fari að vera heiðarlegir gagnvart kjósendum sínum? Er það leyfilegt að koma með bjartar yfirlýsingar sem annaðhvort standast ekki eða eru svo sviknar?

Mögulega sjá þau skötuhjú í topp two þarna í ríkisstjórn fram á vænkandi hag. Enda veit ég ekki betur en að í þann mund sé að skella á fólk nauðungarsölur og annað vænlegt fyrir ríkiskassann.

Og hvað ætlar ríkið að hafa uppúr þessu spyrja margir. Fer þetta ekki til bankanna? Eiga þeir ekki eignirnar?

Þegar stórt er spurt! Ríkisstjórnin hefur nefninlega tryggt sér væna hlutdeild í þessari gjaldþrotahrinu með breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs sem samþykkt var á alþingi í desember 2009.

http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.130.html

Hvað er þetta á mannamáli?

Hér á eftir kemur stærsti hluti  1. kafla 1. gr um dómsmálagjöld og þær breytingar sem fólust í nýrri útgáfu laganna frá janúar 2010. Til samanburðar eru fyrri tölur og fyrir hvað þær standa.

Breyting á lögum nr. 88/1991, um aukatekjur ríkissjóðs, með síðari breytingum.

20. gr.

Lögin tóku gildi 1. janúar 2010

Breytingar á Dómsmálagjöldum.

Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:

a. Í stað fjárhæðarinnar „1.350 kr.“ í 1. tölul. 1. mgr. kemur: ...............15.000 kr. (fyrir útgáfu stefnu)

b. 2. tölul. 1. mgr. orðast svo: Fyrir þingfestingu:

a. Af stefnufjárhæð allt að 3.000.000 kr. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15.000 kr. (þessi upphæð var 3.900 kr. skv breytingum 2004)

b. Af stefnufjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála

þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu . . . . . . . . 30.000 kr. (viðbótar sundurliðun f.f. lögum var 3.900)

c. Af stefnufjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það . . . . . 90.000 kr . (viðbótar sundurliðun  f.f. lögum var 3.900)

c. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 3. tölul. 1. mgr. kemur: ................15.000 kr. (Fyrir þingfestingu og dómssetningu 15000 hvort)

d. Í stað fjárhæðarinnar „150 kr.“ í 4. tölul. 1. mgr. kemur: ....................250 kr. (Fyrir endurrit og ljósrit á hverja síðu)

e. Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. kemur:´.....50.000 kr. (Fyrir kæru og áfrýjunarleyi – pr. liðurf)

f. 3. tölul. 2. mgr. orðast svo: Fyrir útgáfu áfrýjunarstefnu:

a. Af áfrýjunarfjárhæð allt að 3.000.000 kr. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25.000 kr.( viðbót f.f. lögum var áður 12.500)

b. Af áfrýjunarfjárhæð frá 3.000.000 kr. að 30.000.000 kr. vegna mála

þar sem krafist er viðurkenningar á réttindum og/eða skyldu . . . . . . . . 50.000 kr. (viðbót f.f.lögum var áður 12.500)

c. Af áfrýjunarfjárhæð frá 30.000.000 kr. og fjárhæðum umfram það . . . 130.000 kr.(viðbót f.f. lögum var áður 12.500)

g. Í stað fjárhæðarinnar „3.900 kr.“ í 4. tölul. 2. mgr. kemur: .................25.000 kr. (fyrir þingfestingu)

h. Í stað fjárhæðarinnar „12.700 kr.“ í 5. tölul. 2. mgr. kemur: ...............50.000 kr. (fyrir útivistargjald)

Já - ríkið ætlar sér sko sitt af öllum þessum slæmu málum sem búið er að koma þjóðinni í. Og hver borgar þessar stökkbreyttu fjárhæðir til ríkissjóðs? Jú - auðvitað skuldarinn.

Þakka ykkur svo fyrir að verja almannahag.


mbl.is Betri staða efnahagsmála en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju skil ég aldrei það sem Steingrímur segir?

Hvaða hagvöxt er maðurinn að tala um? Kannski er eitthvað farið að hala í land, veit ekki enda þær tölur ekki komnar á vef Hagstofunnar. En síðasta ár var neikvæður hagvöxtur -6,5%

http://hagstofan.is/Pages/1374 sjá hér á vef Hagstofunnar.

Og hvaða samstöðu og samvinnu er rætt um? Er ekki allt í háalofti jafnvel innan flokka? Er ekki ennþá allt í gjaldeyrishöftum?

Atvinnuleysi er 8,7% þó ekki sé talið með fólk utan vinnumarkaðar (þá jafnvel í skólum vegna atvinnuleysis). Heimilin hafa ekki fengið úrlausn sinna mála þó svo hagsmunasamtök hafi lengi barist í þeirra þágu.

Hvar er þessi sókn?

Einhver?


mbl.is Erum að snúa vörn í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðvum síendurtekin brot á almenning!

Ég vil bara hvetjar fólk til að fylgjast með þessu bloggi

http://rannsoknarskyrslan.blog.is/blog/rannsoknarskyrslan/entry/1090673/#comment2977461

Þar sem leshópur rannsóknarskýrslunnar fer ofan í málin. Þau eru heldur nöturleg og það sem verra er - það hefur ekkert breyst.

Almenningur þarf að standa saman til að ná fram almannahag!


mbl.is Ætla að standa saman við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég velti fyrir mér hvar nýr Auðlindaskattur kemur þarna við sögu.

Í desember sl. voru samþykkt ný lög um umhverfis- og auðlindaskatta.

Hér má sjá valin part úr þessum lögum:

II. kafli.
Skattur af raforku og heitu vatni.
5. gr. Greiða skal í ríkissjóð sérstakan skatt af seldri raforku og heitu vatni eins og nánar er kveðið á um í lögum þessum.
Fjárhæð skatts af raforku skal vera 0,12 kr. á hverja kílóvattstund (kWst) af seldri raforku.
Fjárhæð skatts af heitu vatni skal vera 2,0% af smásöluverði á heitu vatni.
Heimilt er að miða innheimtu skatts af raforku og heitu vatni við áætlaða sölu.
Skattskyldir aðilar.
6. gr. Skattskyldan nær til þeirra aðila sem selja raforku og heitt vatn á síðasta stigi viðskipta, þ.e. sölu til notenda, en notandi telst vera sá sem endurselur ekki raforku eða heitt vatn.
Undanþegnir skattskyldu skv. 1. mgr. eru þeir sem selja raforku eða heitt vatn fyrir minna en 500.000 kr. á ári.
Ríkisskattstjóri heldur skrá yfir skattskylda aðila samkvæmt þessari grein. Skattskyldir aðilar skulu ótilkvaddir senda ríkisskattstjóra tilkynningu um skattskylda starfsemi áður en starfsemi hefst.
7. gr. Til skattskyldrar sölu eða afhendingar telst ekki:
   1. Raforka eða heitt vatn sem afhent er öðrum skattskyldum aðila.
   2. Raforka eða heitt vatn sem afhent er eða notað eingöngu til framleiðslu á raforku eða heitu vatni til endursölu.
Ráðherra er með reglugerð heimilt að kveða nánar á um skilyrði og framkvæmd vegna undanþágu frá greiðslu skatts af raforku og heitu vatni.

Einhvernvegin er mér ómögulegt að áætla að þessi nýji skattur sem lagður er á sölu vatns og rafmagns eigi ekki sinn hlut í gjaldskrárhækkun þeirri sem mun koma almenningi og öðrum orkunotendum mjög illa. Ég sé hérna enn einn "neysluskattinn" sem við fáum með óbeinum hætti og mun fara inn í neysluverðsvísitöluna.

Hvað segið þið?


mbl.is Skoða verð sem OR tekur fyrir raforkudreifingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefðu Steingrímur - en um hvað nákvæmlega ertu að semja?

Vá - þetta hljómar eins og "vissi af þessu gat bara ekki sagt frá" eða "vissi þetta ekki en viðurkenni það aldrei" dæmi!

Um hvað í ósköpunum ertu að semja Steingrímur? Ef það er svona morgunljóst að ríkið beri ekki ábyrgð á innistæðutryggingum að hámarki 20.000 evrur - hvað er það þá sem þið ætlist til að við borgum? Almenningur? Og hvers vegna?

Sem fjármálaráðherra er ákveðin krafa á það að vera skýr í svörum.

Það er alveg á hreinu að bankahrunið má beint rekja til ríkisstjórna og kaupsýslumanna sem fóru offari. Ef þið ætlið að fara að borga brúsann erlendis, þá skuluð þið pent borga almenningi allt það sem þeir hafa misst og tapað vegna hrunsins. Tekjur, húsnæði, bíla og hvað eina.

Takk pent.


mbl.is Vopn sem nýta skal í Icesave-baráttunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónákvæm fréttamennska

Margir gætu vellt fyrir sér þessari frétt. Það munar tæpum 20 milljörðum á því hvort eignasafnið er metið í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðli. Hvernig getur staðið á því?

Jú - það er einföld reikningsskilaleg ástæða - sem felur það í sér að eignir (og skuldir) þ.e. liðir á efnahagsreikningi eru færðir á núverandi gengi meðan eigið fé er fært á upprunalegu gengi. Þetta er allavega aðalregla reikningsskilanna

Þó er önnur aðferð notuð víða. Þar eru allir liðir á efnahagreikningi utan peningalegar eignir og skuldir, færðar á sögulegu gengi (upprunalegu gengi). Þessi aðferð van/ofmetur raunstöðu efnahagsreiknings í erlendum gjaldmiðli.

Það væri því ágætt að fá í svona fréttamennsku aðeins nákvæmari upplýsingar ásamt því hvort ekki sé öruggt að meginreglu reikningsskilanna (Current rate Method) sé fylgt.


mbl.is Eignir metnar á 1.177 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband