Hvað skyldi Jóhanna meina með "farsælli lausn"?

Einhvernvegin er maður ekki fullur trúnaðartrausts til þeirra aðila sem voru tilbúnir til að samþykkja Icesave-samningana óbreytta. Því fer eðlilega hrollur um mig þegar Jóhanna talar um farsæla lausn. Eiga Bretar og Hollendingar ekki bara að segja já eða nei?

Nú ef þeir segja nei og vilja nýja samninga þá er alveg morgunljóst að maður treystir ekki þeirri ríkisstjórn og þeim sem voru í umboði fyrir gömlu samningana til að setjast aftur niður að samningaborðinu.

Getur fólk ekki bara andað rólega og farið að setja allt á fullt í málefnum heimila og fyrirtækja hérlendis - við fáum hvort sem er enga flýtimeðferð í ESB og evran er ekkert í sjónmáli. Allur þessi æðubunugangur í henni Jóhönnu í þessu máli og aðildarmálinu var því slæm tímaeyðsla svo ekki sé annað sagt.


mbl.is Bréf til Hollands og Bretland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæti ekki verið meira sammála!

Það er gott að æ fleiri úti í hinum stóra heimi sjá sig knúna til að skrifa um það hvernig stórveldið Bretland og Holland eru að koma fram við Íslensku þjóðina í þessum samningsmálum. Raddirnar eru að verða hærri sem segja að við höfum verið kúguð til að skrifa undir samninga, með AGS og Evrópusambandið að vopni.

Það iljar manni að sjá skorað á Evrópuþjóðirnar um samstöðu til hjálpar Íslandi að reisa við efnahag og stjórn landsins að nýju.

Okkar mál er svo að sýna það og sanna að við látum ekki kúga okkur. Láta alheiminn vita að við viljum nýja samninga, byggða á lagalegum grunni og þar sem tillit er tekið til stöðu okkar, smæðar þjóðarinnar og efnahags, svo eitthvað sé nefnt.

Við erum greinilega ekki ein í heiminum - og það er gott að vita.


mbl.is Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi tenging fréttar

Ég bloggaði fyrr í dag um áhyggjur mínar á högum heimil og fyrirtækja, sem ákall til stjórnvalda að fara að gera eitthvað í málefnum þessarra hópa. Þetta blogg tengdi ég við frétt um bruna Laugarásvídeó.

Orðalag mitt og tenging vakti þó önnur viðbrögð, eða þau að um ásökun af minni hálfu væri að ræða í garð eiganda Laugarásvídeó. Sú var alls ekki raunin og engan vegin það sem átti að lesa af innihaldinu. Ég harma ef eigandi Laugarásvídeós hefur haldið eitthvað álíka og bið hann þá afsökunar.

Það sem hins vegar átti að koma fram var, að þegar fjöldi fólks er komið á vonarvöl er alltaf aukin hætta á því að glæpatíðni aukist til muna. Það er nú þegar farið að sýna sig hér, meira er um innbrot, þjófnaði og svo gæti bæst við auknar íkveikjur.

Sem fyrr segir - þá er þessu alls ekki beint til neins ákveðins einstaklings eða einstaklinga. Einungis það að tíðarandinn hér er að breytast á verri veg vegna ástandsins og það verður að fara að gera eitthvað í þessum málum.


Gone with the wind - ekki kúrekamynd.

Þvílíkur frasi.

Meðan eignir fólks brenna upp í verðbólgu og gengishruni þá sér stjórnin lítið annað en ESB og Icesave. Mest liggur á því að semja við Breta og Hollendinga - þá hina sömu og gerðu lítið úr okkur með hryðjuverkalögum. Og fólkið í landi má bíða, vona og horfa á eftir eignum sínum. Af hverju? Vegna þess að gráðugir fjármagnseigendur erlendis létu glepjast af loforði um 12% vexti og lögðu undir. Hinn gráðugi Landsbankamaður sá að teikn voru á lofti um verri tíð og arfa í haga og setti allt í gang til að ná inn fé af fjármagnseigendum - og tókst það. Íslensk stjórnvöld blunduðu enda lítið annað að gerast en að rífast um álver eða ekki álver og raka inn skatttekjum af gífurlegum hagnaði einkabankanna. Ríkiskassinn var að ná á sig smá holdi þar sem búið var að greiða skuldir þjóðarinnar.

Það var potað í stjórnvöld - en nei, það gat ekkert komið fyrir á Íslandinu græna góða. Allt þetta klára bankafólk var að raka saman fé. Best að rífast aðeins áfram um álver. Óþarfi að eyða tíma í að fylgjast með einkabönkum - þeir koma okkur ekkert við - þjóðinni. Enda ekki með ríkisábyrgð. Sussu nei.

Eða hvað?

Allt í einu er ríkisstjórnin vakin af værum blundi - með hávaða og látum. Steypt af stóli með undirleik potta og panna og ný ofurgræn ESB stjórn fengin í staðin. Stjórnin sem ætlaði að bjarga heimilunum í landinu - enda vinstri stjórn. Ekki stjórn auðvaldsins - sussu nei. Efnahagur skildi endurreistur og heimilum bjargað. En hvað gerist?

Ný stjórn sest niður og byrjar að taka ákvarðanir um olíugjöld, heimildir til að greiða úr bönkunum, stjórn fiskveiða, ráðstafanir í ríkisfjármálum, launakjör forstöðumanna ofl. Og svo stóru bomburnar ESB og nú loks Ice-save.

Og fjármálaráðherrann býðst til að vera sá eini sem ekki vinni sigur í málinu!

Sigur! Sigur hverra?

Bretar fá sitt væntanlega. Hollendingar væntanlega líka. Og við megum halda áfram að safna skuldum (án ríkisábyrgðar) sem tekur hverja fjölskyldu ca 100 ár að borga. Og skuldir ríkisins að auki. Atvinnuleysissjóður er uppurinn. Mæðrastyrksnefnd getur ekki brauðfætt alla þá sem á þurfa að halda. Fólk getur ekki sent börnin sín hjálparlaust í skóla. Nauðungaruppboð, gjaldþrot og atvinnuleysi.

Og meðan stóru málin eru nú í höfn - fjármálaráðherrann sá eini sem tapar - og stjórnmálamenn fara nú í langþráð frí, þá má þjóðinni halda áfram að blæða út.

Það eina sem vinstri stjórn félagshyggjunnar hefur gert fyrir heimilin, er að fólk fær að lítilsvirða sig á vanskilaskrám og fara í gjaldþrotaskipti til að eiga smá möguleika á að halda sínu. Og þetta er kallað úrræði.

Þetta er sko ekki kúrekamynd. Þetta er Gone with the wind. gone with the wind2

Á morgun kemur nýr dagur og enginn veit hvernig hann endar.


mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þessi atkvæðagreiðsla er í boði stjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Stjórnarandstaðan greiddi frumvarpinu ekki atkvæði. Þetta mun því vera á ábyrgð þeirrar stjórnar sem meiri hluti landsmanna kaus á þing í kjölfar hrunsins. Ég verð að viðurkenna að ég hafði mun meira álit á VG fyrir kosningar en eftir að þeim var úthlutað ráðherrastólum.

Ég vona að stólarnir þeir arna hafi verið þess virði fyrir VG.

Þetta mál mun fylgja þessum flokkum - alltaf - sem stærsta pólitíska mál Íslendinga. Mál sem gæti einfaldlega sett þjóðina á hausinn.

Verði ykkur að góðu.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allar góðar sápuóperur enda með "twist"....

Landsmenn sitja með nefið klesst að sjónvarpsskjánum, með pakka af tissue á borðinu, öndina í hálsinum og vona að alþingismenn vorir geri það sama og ráð er gert fyrir í góðri sápuóperu - SKIPTI UM SKOÐUN!

Landinn mundi gjarnan vilja sjá framhaldið, þar sem Bretar fá að éta ofan í sig hryðjuverkalögun sem skuldajöfnun. Landinn vildi svo gjarnan horfa á þáttinn sem fjallar um Ísland í málsókn gegn Bretum og Hollendingum um lagaleg gildi mála.

Landinn vill að þessi sápuópera endi eins og allar góðar sápuóperur gera "með twist" sem skilur áhorfandann eftir agndofa og titrandi af spenningi eftir framhaldinu.

 


mbl.is 10 vikna umfjöllun að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðsluvilji vs. greiðslugeta!

Ég persónulega skil ekki hvað allir eru að tala um þverrandi greiðsluvilja! Eins og það sé þannig að þegar maður getur ekki lengur borgað reikningana sína, annað hvort vegna þess að þeir rjúka uppúr þakina eða fólk hefur misst vinnuna - þá minnki greiðsluviljinn!

Það er greiðslugetan sem er farin damn it - ekki greiðsluviljinn.  Fólk vill almennt borga sína reikninga - en fólk vill líka getað gefið fjölskyldunni að borða. Halló, ef maður er með 150 þús (atvinnuleysisbætur, námslán t.d.) samanber 300 þús fyrir hrun. Reikningarnir hafa hækkað úr 170 á mánuði í yfir 200 þús. Hvað á manneskjan að gera. Velja reikninga til að borga fyrir 150 þús og fara svo með fjölskylduna út að bíta gras?

Auðvitað ekki.  Maður passar börnin sín. Berst við að halda húsinu, bílnum og eiga mat. Þetta eru grunnnauðsynjar í nútímaþjóðfélagi. Bílnum - já, vegna þess að börn eru í skóla og leikskóla. Það þarf að komast milli staða - í búð - í skóla - til læknis.....

Við stöndum frammi fyrir aðstæðum sem engan gat órað fyrir. Við töldum okkur geta séð fyrir okkur og fjölskyldum okkar. Það voru ekkert allir með himinhá lán. En jafnvel venjuleg lán verða fólki ofviða þegar launin hverfa. Greiðslugetan er horfin - ekki greiðsluviljinn!

Þjóðin á heimtingu á því að geta lifað og boðið börnunum sínum mannsæmandi líf. Hvernig væri að taka þessa peninga sem við þykjumst eiga til að borga Ice-save og bjarga eigin þjóð? Þeir sem höfðu efni á því að gambla fyrir 12% vexti hljóta að hafa efni á að tapa einhverju. En við - Íslendingarnir - sem ekkert gerðum. Við höfum ekki efni á því!


mbl.is Greiðsluviljinn að hverfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fara að ráðum Indefence. Öruggasta leiðin.

Eins og ég sagði í fyrri færslu. Öruggasta leiðin til að vera viss um að fyrirvararnir haldi er að láta Breta og Hollendinga samþykkja þá með óyggjandi hætti. Þetta eru okkar fyrirvarar - værsogut!
mbl.is Funda um Icesave um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Látið Bretana samþykkja fyrirvarana með breyttum samningi!

Þá heldur hann og málið er dautt! Að taka séns væri svívirða og ekki þjóð okkar sæmandi.
mbl.is Veitti ekki heimild í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hljóta HLJÓTA !!! Eru stjórnmálamenn að tapa sér!

Heyrðu nú Össur karlinn og aðrir þeir sem eru sömu vafasömu skoðunar og þú! "Hljóta" er bara enganvegin og fáranlega langt frá því að vera nógu gott. Vonandi dettur engum þarna inni á þingi til HUGAR að samþykkja samningana með fyrirvörum sem einungis "hljóta" að halda. Þið HLJÓTIÐ að átta ykkur á því að þar með eruð þið til í að taka sénsinn á því að selja þjóðina í ánauð! Þið HLJÓTIÐ að þurfa að vera alveg 150% viss - og jafnvel meira en það.

Ef þetta er sú vissa sem þið hafið varðandi fyrirvarana, er þá nokkuð annað í stöðunni en að hafna alfarið samningunum og semja alfarið uppá nýtt. Útbúa samninga sem innihalda alla þá varnagla sem þurfa til að VISSA ríki um framtíð okkar!

Þið HLJÓTIÐ að vita að þjóðin reiðir á ykkur. Hér er ekki neitt ESB dæmi í gangi, þar sem þjóðin er klofin í með/móti fylkingar. Hér er málefni sem varðar alla þjóðina!

Þið HLJÓTIÐ að átta ykkur á því - því ellegar hafið þið lítið inni á Alþingi þjóðarinnar að gera.


mbl.is Fyrirvararnir hljóta að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband