21.8.2009 | 10:47
Hver sagði að engin tengsl væru á milli ESB - Icesave og AGS?
Var ekki alltaf verið að tuldra um það að hér væru á ferðinni aðskilin mál? Yeah right! Afhverju að eyða orku og tíma á þingi um afgreiðslu aðildarumsóknar með Icesave hangandi yfir hausnum? Og AGS?
Uss og svei og fussum fei.
Afhverju getum við þó að minnsta kosti ekki grafið eigin gröf í réttri röð?
![]() |
Ísland milli steins og sleggju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.8.2009 | 10:29
Allir í bátana og úr lífsins ólgusjó.....
Óvíst er hvort kreppugosið hefur náð hámarki og því er víst að landinn er viðbúinn því að þurfa að hörfa undan ólgandi gengishrauni og fjármálaösku sem æðir yfir landið. Eiturgufurnar sem stíga upp af daglegum fréttaflutningi ástandsins í landinu, orsaka þess og afleiðinga hefur nú þegar slævt og sljógvað hinn almenna borgara. Eldur blossar upp hér og þar í hrúgum óborgaðra reikninga og slökkvistarf gengur illa. Fólk er nú þegar farið að flykkjast frá landi enda fara lífskjör hríðversnandi. Stjórnvöld í landinu virðast ráðþrota. Komið hafa fram hugmyndir um að gangast noregskonungi á hönd þar sem sjálfstæði þjóðarinnar virðist í uppnámi. ESB kolkrabbinn teygir anga sína til landsins og sjá má glampa í augum hans, enda landið ríkt af náttúruauðæfum. Bretar hafa nú um nokkurt skeið haldið uppi skæruárásum á íslenska ríkið og sjá sér leik á borði að ná fram hefndum fyrir þorskastríðin forðum og sölsa undir sig landhelgi Íslands með því að gjaldfella okurlán með veði í ríkiseignum.
Er því ekki að undra að landinn nurli saman síðustu íslensku krónunum til að kaupa sér one - way - ticket eitthvert annað. Enda mun krónan brátt breytast í Matador peninga.
![]() |
Margir fluttu frá landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2009 | 10:36
Mat á eignarýrnun vegna hryðjuverkalaga komi til frádráttar höfuðstól.
Ég mundi vilja sjá báðar breytingartillögur samþykktar og væri það mikil bót á núverandi samningi. Endurskoðunarákvæði orðin skýr, hámark á greiðslum úr ríkissjóði sem miðar við vöxt vergrar landsframleiðslu milli ára, auðlindir landsins eru tryggðar og greiðslubyrgðin á ekki að hafa áhrif á möguleika okkar til að byggja upp efnahagskerfið. Gott og vel.
Það er nauðsynlegt og eðlilegt að vaxtagreiðslur miðist við gildistöku samninga en ekki febrúar 2009.
Hinsvegar sé ég ekki breytingartillögu um gjaldfellingu lánanna og áhrif á gjaldfellingu annarra lána (en gæti hafa yfirsést það). Eins finnst mér sjálfsagt að fram komi krafa um mat á því tjóni sem Breska ríkisstjórnin olli okkur með hryðjuverkalögunum. Eignatjónið verði metið til fjár á viðeigandi gengi og dregið frá höfuðstól skuldar við Bretland! Það er óhæft að þeir komist upp með þetta ódæðisverk án þess svo mikið sem blása úr nös.
Ég vona að alþingismenn hafi íhugað þetta mál.
![]() |
Vilja vísa Icesave-máli frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.8.2009 | 16:12
Aumingja Þráinn
Nú er hann kominn í þá stöðu sem hann vildi - þarf ekki að vinna með neinum frekar en hann kýs sjálfur. Getur stutt Össur vin sin ef honum sýnist svo.
Aumingja Þráinn - hann er örugglega alsæll með þetta allt saman.
![]() |
Þráinn úr þingflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
1.4.2009 | 00:05
Hver ekur um edrú á barstól?
Þetta er náttúrulega snilld. Þú þarft ekki að standa upp af barstólnum til að fara heim, bara setur hann í gang. Er það í lögum hér á landi að bannað sé að aka ölvaður á stólum?
![]() |
Handtekinn á barstól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.1.2009 | 18:13
Gylfi Magnússon er drengur góður
og mér lýst ljómandi vel á það að fá hann í ríkisstjórn. Ég held ekki að neinn geti haft efasemdir um það en ef hann þarf þá að draga sig í hlé frá HÍ þá verður það líka mikill missir.
Jóhanna hefur nú oft verið sú eina sem ég hef haft álit á í stjórn/alþingi. En þetta með evrópumálin er ekki að kveikja í mér.
Ingibjörg finnst mér að eigi að gefa sér frí. Fólk vildi alveg nýja ríkisstjórn og hún var valdamikil í þeirri gömlu. Ef hún verður kjörin á þing í næstu kostningum ok - en fram til þess ætti hún að hlusta á fólkið sem kallaði vanhæf ríkisstjórn.
![]() |
Nær Evrópu með Vinstri grænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.1.2009 | 11:00
Facebook sennilega ekki alltaf góð samskiptaleið.......

![]() |
Myrti fyrrum eiginkonu sína vegna stöðubreytingar á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.1.2009 | 18:17
Kínversk viðfangsefni - það segir ýmislegt!
Ætli niðurstaðan hefði verið sú sama ef svarendur hefðu komið frá Bandaríkjunum? Einhvernvegin efast ég um það. Þar er jú normið að konan sé heimavinnandi. Væntanlega er sú bandaríska því mun afslappaðri þegar kemur að ánægjustundum með makanum. Sú kínverska, sem ekki á mann með góða bankainnistæðu vinnur væntanlega baki brotnu.
Þetta mundi annars segja okkur að ánægjustundir íslendinga yrðu ekki fleiri í bráð. Yeah right!
![]() |
Ríkir menn betri í rúminu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2008 | 01:26
Einu sinni voru Bláir englar.......
Einu sinni í fyrndinni var hljómsveit sem nefndi sig Bláa engla. Hún var skipuð þrem frábærum hljómlistarmönnum. Hér má sjá eftirlifandi meðlimi bandsins en bassaleikari þeirra, Höskuldur Svavarsson lést fyrr á þessu ári eftir langvarandi veikindi. Blessuð sé minning hans enda drengur góður.
Það skemmtilega við þessa ágætu menn hérna á myndinni er að þeir tengjast bloggheimum hvor á sinn hátt. Annar þeirra er hér virkur meðlimur utan að vera yours truly. Síðan hef ég komist að því að hinn á sér líka ektamaka innan veggja bloggheima og er hann einatt nefndur til leiks í skemmtilegum frásögnum.
Jæja ágætu bloggvinir - hver er hvor og hver á hvern?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
16.11.2008 | 00:18
Loftbor? Neiiii - ÞURRKARINN!!!!!!!!
Ég og litla vorum að vasast í þvotti í dag. Það er svo mikið að þvo af svona litlu subbuskoffíni og gelgjustelpu sem er hálfgert skoffín líka og þarf að skifta oooofft um föt.
Sú litla setur í þvottavélina - kát. Vill helst troða endalaust, en ég stoppa hana af. Síðan set ég úr fyrri vélinni í þurrkarann og set hann af stað.
Við litla trítlum inní svefnherbergi til að lesa bók - Herra Kitla - og kúra smá.
Allt í einu þessi svakalegi hávaði. Hva - er fólk að gera við hérna fyrir utan núna? Á laugardegi? Með loftbor og læti?
Hávaðinn magnaðist og ég fór fram á gang til að athuga málið. Mér til skelfingar átta ég mig á því að hávaðinn barst úr mínu eigin þvottahúsi. Og þetta var enginn loftbor, heldur þurrkarinn að gefa upp öndina - með látum. Var búinn að vera með vesen, slá út rafmagninu og svona - en þetta var eiginlega SCARY..........
Slökkti á tækinu í hvelli.
Nú hanga flíkur út um alla íbúð. Hér eru bara snúrur úti í garði. Ég er lítið fyrir að frysta þvottinn minn. Þvottahúsið tekur ekki við snúrum - of lítið. Þurrkarinn var uppi á þvottavélinni. Auk þess yrðu að vera ansi margar snúrur - með mína fjölskyldu - sigh.
Damn Damn - og það er auðvitað rétti tíminn til að kaupa þurrkara ekki satt. Allir að drukkna í peningum þar með talið ég - NOT.
Tja - þetta hefði getað verið verra. Það hefði getað verið þvottavélin. Eða eldavélin.
Nú - eða tölvan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)