Færsluflokkur: Bloggar

Atvinnuleysisbætur skattlagðar!

Það getur enginn ímyndað sér hvernig það er að sjá allt í einu fram á að peningarnir sem skammtaðir eru til þeirra sem hafa misst atvinnu eða eru öryrkjar, duga ekki til framfærslu barnanna sinna. Þetta heyrir maður frá fólki sem stendur, jafnvel hríðskjálfandi í röð, bíðandi eftir mataraðstoð.

Það er er þó hvað skammarlegast er að þessi litla upphæð sem fólk fær er skattlögð. Já - ríkið tekur jafnvel af þeim sem minnst mega sín.

Atvinnuleysisbætur reiknast á ársgrundvelli 1.914.000.  Af þessu er tekinn lífeyrissjóður 77.000. Skatturinn hirðir svo 210.000. Eftir standa "ÁRSLAUN" til eigin nota 1. 627.000, eða 135.500 á mánuði.

Þessi upphæð á að dekka allan kostnað viðkomandi. Ekki bara mat.

Já - ríkið hirðir því sem nemur einum og hálfum mánaðar"tekjum" fólksins.

Á meðan fólk má standa í biðröð eftir mat. Matargjafirnar nema sjálfsagt litlu meira en ríkið er að taka af þessum einstaklingum í eigin vasa.

Það er kannski jafnvirði 4000 - 7000 króna í matarskammtinum vikulega, misjafnt þó eftir fjölskyldustærð. Mun lægri upphæð fyrir einstakling.  Þetta gera 192.000- 336.000 á ársgrundvelli, Munurinn þarna er mínus 18.000 til 126.000. Sem þýðir að fólk er jafnvel að standa í röð eftir að fá mat fyrir svipaða upphæð og ríkið hirðir af því í skatta.

(Hvað skyldi ríkið eyða í t.d. aðildarumsókn fyrir ESB? Mjög umdeilt atriði).

Skyldu Steingrímur og Jóhanna sætta sig við þessa upphæð mánaðarlega? Varla.

Íslendingar eru stolt þjóð. Sumir svelta frekar en að láta sjá sig í 500 manna röð. Því miður.

Allt átak í þágu þessara einstaklinga er því af hinu allra besta.

En ríkisstjórnin, með sína skattpíningu - jafnvel á þessa einstaklinga - mætti skammast sín.

JÁ - skammast sín!

 


mbl.is Inneignarkort í stað matarpakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spegill spegill, herm þú mér......

Apríl 2008.

Það er svo dásamlegt að finna vorið í loftinu. Klukkan er 7:30 og eldri dóttir mín að taka sig til í skólann, full tilhlökkunar vegna þess að nú styttist í páskafrí. Ég finn til vinnufötin og lít í spegilinn. Jú - klár í annasaman dag á skrifstofunni. Margt þarf að klára fyrir páska. Mánaðaruppgjör stærri fyrirtækjanna þurfa að vera klár. Ég heyri að litla dóttirin umlaði eitthvað í svefninum. Þetta hafði verið óróleg nótt þar sem sú stutta var með eyrnabólgu eina ferðina enn. En núna kúrði hún hjá pabba sínum og var ennþá í fasta svefni. Ég brosti og hlýnaði um hjartaræturnar við tilhugsunina um að geta eytt páskunum með fjölskyldunni í rólegheitum. Brosandi held ég út í daginn full bjartsýni og tilhlökkunar.

Apríl 2011.

Nú - það er snjór - aftur. Getur veðrið ekki einu sinni verið til friðs. Það var árshátíð hjá unglingsdóttur minni í gær og því förum við allar mæðgurnar á sama tíma útúr húsi þennan morgunin. Ég hendi mér í gallabuxurnar og lít í spegilinn. Skildi það vera ég eða fjandans bankinn sem á þennan spegil svona ef maður hugsar útí það? Sú litla er að horfa á mynd meðan hún borðar morgunmatinn sinn áður en ég skutla henni í leikskóla og þeirri eldri í skólann. Velti því fyrir mér hvað ég eigi að gera eftir það. Jú - atvinnuleysisbæturnar komu eftir smá þref svo kannski væri ekki fjarri lagi að fara í Bónus og reyna að finna út úr því hvernig hægt væri að halda páska á sem ódýrastan hátt með telpunum mínum. Það hlyti að vera hægt að finna eitthvað til að gera smá dagamun. Við röltum útí bíl - þessir bensíndropar (eða ætti ég að segja gulldropar) ættu að duga eitthvað ef maður heldur sig við "leikskóla - útíbúð - heim" rúntinn. Glaðlega kveð ég telpurnar, en gleðin er bara á yfirborðinu. Áhyggjur af framtíðinni blunda alltaf undir niðri.

Ég kem heim og renni yfir fréttir blaðanna. Hvað gerðist hérna eiginlega? "Icesave" ómar eins og geitungasuð í hausnum á mér. Hvurn fjandann kom mér annars þetta Icesave við? Ekki gerði ég neitt til að koma þessum ófögnuði í gang. En í rúm tvö ár hefur allt lífið snúist um Icesave og allan fáránleikann, skrípaleikhúsið í kringum þetta.

Ég lít aftur í spegilinn - fjandakornið ef ég ætla að láta bjóða mér og börnunum upp á þetta. Það má vera að vinnan á skrifstofunni býði ekki lengur. En það er mun mikilvægara verk sem býður. Já - hugsa ég. Ef ríkisóstjórnin ætlar ekkert að gera fyrir fólkið í landinu þá er þess mikilvægara að fólkið í landinu geri þess meira sjálft.

Hingað og ekki lengra hugsar konan í speglinum - og gott ef það er ekki vonarglampi í augunum.


mbl.is Ráðgáta að Ísland skyldi ekki vísa í 111. grein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hangir saman á Samfylkingarlíminu - raun niðurstaða er samt já!

Það má vera að vantrausttillaga hafi verið felld - en í raun var hún samþykkt.

32 atkvæði gegn 30. Það er afleit kosning og segir bara eitt. Þetta þing mun ekki geta unnið saman. Í raun er þetta bullandi vantraustyfirlýsing. Vantraustyfirlýsing sem meira að segja Jóhanna Sig. ætti ekki að geta kraflað sig frá.

Það má vera að fólki sé í nöp við Sjálfstæðisflokkinn. Hann er ekki efstur á lista hjá mér. En fjandakornið - þetta snýst ekki um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta snýst um fólkið í landinu.

Tunnur hafa verið barðar, skoðanakannanir birtar, tvær þjóðaratkvæðagreiðslur verið á skjön við samninga stjórnarinnar - og nú þetta.

Enginn og ég meina ENGINN - getur horft fram hjá þessu.

Forseti lýðveldisins verður að grípa í taumana ef þessi ríkisstjórn gengur ekki sjálfviljug frá borðinu. Alþingi er í upplausn - það er augljóst. Þar með óstarfhæft sem slíkt.

Nú er tími til að raddir fólksins láti í sér heyra.

En til þess þarf hún líka að hætta þessari áráttuhræðslu við Sjálfstæðisflokk.

Allt miðast við að fórna öllu svo hann komist ekki til valda. Það er stöðnun. Við verðum að treysta þjóðinni sem áður svaf en er nú vakandi og lætur ekki vaða yfir sig.

 


mbl.is Vantrauststillaga felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Hreyfingunni að koma fram möguleika á vantrausti án þingrofs!

Tekið af svipan.is

"Fyrr í dag fengu þingmenn Hreyfingarinna það í gegn að kosningin um tillöguna yrði í tvennu lagi. Annars vegar verður kosið um vantraust á ríkisstjórnina og hins vegar verður kosið um þingrof og kosningar. Það er ekki sjálfgefið að boðað verði til kosninga þó vantraust sé samþykkt á ríkisstjórnina því möguleiki er að aðrir flokkar nái saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eða skipuð verði utanþingsstjórn."

Nú er spennandi að sjá hvernig fer. Fáum við mögulega utanþingsstjórn?

I wish! I hope!

 


mbl.is Vildu vantraust á oddvita ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúba norðursins?

Nei sko. Eru þetta ekki stór merki þess að við séum utanvelta og nánast Kúba norðursins eftir að hafa hafnað Icesave?

Evrópusambandið og Frakkar styðja þetta verkefni. Sem samt er í höndum Íslendinga?

Ég velti því fyrir mér hvað lá að baki alls þess hræðsluáróðurs sem ríkisstjórnin hefur hreinlega baðað okkur uppúr. Held að það skýrist æ betur með hverjum deginum að einungis var um pólitísk mál að ræða og ríkisstjórnin að reyna að tryggja sér góða framtíð, væntanlega í tengslum við ESB (sem by the way - ekki meirihluti þjóðarinnar er hlynntur).

Mikið ofboðslega er maður orðinn leiður á því að láta stjórnvöld ljúga að sér endalaust.

Já - hvað varð um siðferðisreglur Jóhönnu?

Þessi pistill er í boði ársafmælis Rannsóknarskýrslu Alþingis (sem ég held ekki að Jóhanna og Steingrímur hafi lesið).


mbl.is Íslendingar bora í Dominica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það ER pólitísk upplausn í landinu Jóhanna mín - bara benda á það.......

Á hverjum degi verð ég æ meira hissa á þessari afneitun sem Jóhanna og Steingrímur virðast vera í.

Þau halda virkilega, eftir að hafa sagt það skýrum orðum, að þau treysti ekki þjóðinni til að taka afdrifaríkar ákvarðanir - að þjóðin virkilega hafi einhverja trú á þeim.

Þau halda að þau séu réttu aðilarnir til að vera í forsvari þjóðarinnar og tala máli þeirra sem neituðu þeirra eigin samningi og lögum. Ætla þau nú að tala hátt og snjallt gegn sjálfum sér? Standa skyndilega með þjóðinni og þeirra afstöðu?

Svo leyfir forsetisráðherra að gera stólpagrín að vantraustsyfirlýsingu á ríkisstjórnina - og núna með því að hóta pólitískri upplausn ef slíkt færi í gegn?

Jóhanna mín - má ég benda þér á vinsamlegast að hér ER pólitísk upplausn og hefur verið lengi. VG er klofinn, sundraður og vanhæfur - fylgir einhverjum innri reglum sem enginn útí þjóðfélaginu skilur. Brýtur kosningaloforð, setur af þingformann nýkominn úr barnsburðarleyfi og þvingar aðra til skilyrðislausrar hlýðni - ellegar er komið í gang einelti.

Samfylkingin er einbeitt í því að koma þjóðinni inní ESB hvort sem hún vill það eður ei.

Er þetta ekki bara komið gott hjá ykkur Steingrími?


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega komið í veg fyrir ESB aðild - viljum hana ekki hvort sem er

Svo er um að gera að auglýsa valdbeytingu sína með AGS svona í leiðinni. Held ég hafi lesið um það síðast í gær að starfsemi AGS hér væri ekkert háð Icesave. Reyndar átti það líka að eiga við um ESB.

Persónulega mega Hollendingar, Bretar og allir sem það vilja - taka sitt ESB og finna því stað þar sem sólin ekki skín.

Þá geta þessi lönd endanlega hætt að reyna að beyta valdi til að kúga smærri þjóðir.

Takið AGS með ykkur.

Í kaupbæti megið þið fá Jóhönnu og Steingrím og skrúfað þau ofan í einhverja stóla þarna í Brussel - svo lengi sem þessir stólar koma okkur ekkert við. Helst við einhver málefni sem snúa að aðlþjóða saumaklúbbum og skrúðgöngum.

Við Íslendingar erum nefninlega þjóð sem látum ekki troða á okkur með skítugum skóm pólitíkusa og úrelts fjármálakerfis.

Við erum nefninlega hörð í horn að taka. Nú vantar okkur bara utanþingsstjórn og þá má virkilega fara að taka til hérna í pólitíska fjármálasukkinu og valdagræðginni.


mbl.is ESB-aðild Íslands háð lausn Icesave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nei - ríkisstjórn Jóhönnu treystir ekki þjóðinni, sem treystir ekki ríkisstjórninni.

Vandamálið í þessari stöðu er í raun ekkert vandamál. Þjóðin hefur sagt sitt og það er alveg sama hvernig Jóhanna og Steingrímur reyna að tauta sig útúr þessu máli - þau hafa ekki lengur stuðning fólksins til áframhaldandi setu.

Ekki skyldu þau mótmælin - sei sei nei. Ekki virðast þau skilja niðurstöður kannanna um traust þjóðarinnar á ríkisstjórn og Alþingi. Nú - ef þau skilja þetta ekki, þá er fátt eftir í stöðunni.

Svona skilningsleysi er bara ekki líðandi. Fólk getur ekki skrúfað sig fast í ráðherrastólana og sett puttana í eyrun.

Bíð spennt eftir því hvað forsetinn hefur að segja núna síðdegis.


mbl.is Treystu ekki fólkinu í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harðstjórar sem þekkja vald sitt - ESB og AGS

Nú eru Portúgalar aðili að ESB. Það virðist samt ekki breyta neinu um þá aðstoð sem þeir geta sótt til Evrópusambandsins.

Þetta þykir mér lýsandi dæmi um AGS og ESB. Þeir starfa á eigin forsendum og þá fyrst of fremst forsendum kröfuhafa og auðvaldsins.

Beðið er um að miskuna sér yfir þjóð í vanda. En - nei. Þessir háu herrar þekkja vald sitt og hugnast ekki að bjarga lítilli þjóð.

Stundum finnst manni að svona valdhafar séu rotnir inn að beini. Öllu fögru er lofað, en þegar á hólminn er kominn - þá er allt hundsað, svikið.

Þetta er ein þeirra ástæðna sem mér hugnast illa ESB. Svo ekki sé talað um AGS. Þetta eru harðstjórar í heimi valda og spillingar fjármálaheimsins - auðvaldsins. Mér hugnast að ekkert gott geti komið frá þessum klíkum.

Ykkur er í sjálfs vald sett að vera ósammála, en mér finnast staðreyndirnar hrópa á mig þegar lítil hagkerfi eru í neyð.

Ekki vil ég minni þjóð að vera uppá þetta lið komið.


mbl.is Biður um miskunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágkúra Samfylkingarinnar

Samfylkingin er nú að fullu við að senda sms til síns fólks.

"Hér er smsið sem sent var frá SF, Það kom úr númeri 662-3553 og hljóðar svo: Nýtum atkvæðisréttin. JÁ til að lágmarka áhættu, kostnað og óvissu um endurreisnina. Samfylkingin"

Ef lágkúra Samfylkingarinnar er ekki á toppnum núna þá veit ég ekki hvað. Fólk innan þessara raða fær ekki einu sinni að hugsa sjálfstætt á kjördag.

Vei vei og fussum svei!

Vona að allir segi NEI

 


mbl.is Jóhanna búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband