Færsluflokkur: Bloggar

Mú ha ha - gæta að virðingu Alþingis?

Án efa brandari dagsins.

Almenningur ber ekki mikla virðingu fyrir Alþingi þessa dagana - hvað þá traust. En um að gera að skipa þeim sem eru þarna inni að sýna hvort öðru virðingu.

Kannski að temja sér siðareglu eða tvær?

 Æ Æ


mbl.is Gæti að virðingu sinni og þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og? Þetta segir okkur hvað?

Nákvæmlega ekki neitt svosem.

1.  Einstaklingar með mjög há laun skekkja bæði meðaltal og miðgildi.

2.  Bætur atvinnulausra (atvinnuleytandi) einstaklinga er ekki í tölunum.

Ef það er verið að slá upp þeirri mynd, þar sem nú eru jú kjarasamningar í gangi, að fólk hér hafi bara allsæmileg laun - svona að meðaltali. Þá er það bara leikur að tölum.

En það er nú einmitt það sem margir virðast gera best - leika að tölum. Hækka ef þarf eða lækka ef það er betra.

Jafnvel fela þær alveg.

ójá.


mbl.is Regluleg laun 348 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eignasafnið sem á að borga Icesave - NBI þar með stórt skuldabréf

Það er með ólíkindum að fólk átti sig ekki á því að stór hluti "eignasafns" Landsbankans - sem á að borga Icesave, er skuldabréf frá NBI banka.

Og hér má nákvæmlega sjá hvernig sá banki stendur. Ríkissjóður dælir í hann fé. Og hver borgar þessa fjármuni? Almenningur - sá hinn sami og stendur í trú um að ríkisábyrgð þýði að við þurfum ekki að standa í skilum nema fyrir 30 milljörðum.

Nú þegar er ríkissjóður búinn að taka ábyrgð á meirihluta Icesaveskuldarinnar - bara í örðu formi en almenningur hefur möguleika á að tjá sig um.

Dæmið er langt frá því að vera búið. Það er bara ekki verið að gefa okkur réttar upplýsingar.

Sem er svosem ekkert nýtt - er það?


mbl.is Ríkið hefur lagt bönkunum til 248 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru kannski Icesave peningarnir hér?

Stundum fær maður merkilegar athugasemdir frá fróðu fólki. Þessi held ég þó að sé hve merkilegust.

"Persónulega veit ég að hingað voru millifærðar af erlendum reikningum hundruð milljóna eftir hrun og setningu Neyðarlaga og gjaldeyrishafta. En ég hef bara yfirsýn yfir mjög lítinn hluta af þeim flutningum. Þannig að þeir hlaupa á einhverjum milljörðum í heildina. Enda Íslendingum óheimilt að eiga gjaldeyri erlendis.

Hver stök millifærsla er bundin einverri bankaleynd, en heildin er það ekki og má sennilega lesa úr opinberum hagtölum."

sigkja (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 01:16

http://wonderwoman.blog.is/blog/wonderwoman/entry/1153581/

Endilega lesið athugasemd númer 19.

Nú vitum við fyrir víst að okkur er nánast aldrei sagður sannleikurinn þegar yfirvöld eru annars vegar.

Hvernig væri að krefjast nú að farið væri yfir allar millifærslur hér í aðdraganda hruns (og eftir) og svipta hulunni af bankaleynd. Bankaleynd er til þess eins að leyna einhverju.


mbl.is SFO rannsakar Landsbankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skyldu margir af þessum 56% hafa lesið lögin og samningana?

Mér finnst alveg með ólíkindum að fólk ætli að fara fram og samþykkja lög og samninga sem það hefur ekki lesið.

Hér eru samningarnir við Breska ríkið.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/skjal/DRIA_Isl_Bret.pdf

Hér eru svo lögin sem fólk er að spá í að samþykkja.

http://www.althingi.is/altext/139/s/0546.html

Hér eru svo framsalssamningarnir.

http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/skjal/Framsalssamningur_TIF_Breski_trygg.pdf

Nú væri skemmtilegt að fá könnum um það hversu margir hafa virkilega kynnt sér samningana. Það væri ansi fróðlegt að vita.


mbl.is 56% segja ætla að styðja lögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afglöp stjórnvalda bitna verst á barnafjölskyldum.

Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi býr nú fjöldi fólks við mjög kröpp kjör, kjör sem eru langt undir reiknuðum viðmiðum um grunn neyslu. Þetta er okkur nú boðið uppá af Vinstri velferðarstjórninni okkar.

Óttinn nístir marga foreldra inn að beini. Óttin við að geta ekki framfleytt börnunum sínum, því dýrmætasta sem þeir eiga. Einstæðar mæður eru meðal þeirra verst settu, sér í lagi einstæðar atvinnulausar mæður. Það vill nefninlega svo til,  þrátt fyrir fögur orð um jafnrétti - að það er í raun ekki til staðar. Karlmenn fá frekar þær lausu stöður sem ráðið er í þessa dagana en einstæðar mæður eiga erfiðast með að finna atvinnu. Ekki að þær séu óhæfari eða með minni menntun. Það er oft það viðhorf að einstæðar mæður eigi ekki eins auðvelt með að vinna t.d. eftirvinnu, taka á álagstímum o.s.frv.

Talandi um velferðarkerfið. Einhverra hluta vegna fá einstæðir atvinnulausir foreldrar ekki hærri bætur en þeir sem hafa aðra fyrirvinnu líka til að sjá um útgjöld heimilisins. Útgjöldin eru engu að síður þau sömu svo þarna er vissulega pottur brotinn.

Og á hverjum bitnar þetta. Börnunum okkar fyrst og fremst. Öll börn ættu að hafa jafnan rétt á framfærslu. Öll börn ættu að hafa rétt á þaki yfir höfuðið, haldgóðri næringu (allann mánuðinn), leikskólagöngu, hlýjum fatnaði o.s.frv.

Mæður eiga ekki að þurfa að standa marga klukkutíma í röð fyrir framan hjálparstofnanir til að fá máltíð handa sér og sínum. Jafnvel með börnin í hvaða veðri sem er. Það er sorgleg sjón - það get ég sagt ykkur.

En ráðamennirnir hafa aldrei þurft að standa í röð. Hafa aldrei þurft að taka ákvörðun um hvort frekar eigi að greiða af húsnæði eða eiga fyrir mat. Aldrei verið í þeirri stöðu að geta ekki farið með börnin sín til tannlæknis. Þurfa að minnka nauðþurftir.

Hvernig getur þetta fólk sett sig í stöðu þeirra sem minnst mega sín? Það er einfaldlega ekki hægt og sést skýrt á því hvernig þeir taka EKKI á málunum.

Þetta er til háborinnar SKAMMAR!

Þessi mál verður að leysa og setja í algjöran forgang. Heimilin fyrst.


mbl.is Fjórðungur einstæðra foreldra í vanskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Froskar geta ekki lært mannamál - staðreynd.

Önnur staðreynd. Jóhanna Sig. getur ekki áttað sig á því að hún er komin fram yfir öll velsæmismörk hvernig sem á það er litið.

Þegar tunnurnar ómuðu fyrir utan Alþingi - þá hafði það ekkert með hana að gera (einmitt) heldur var það vegna allra annarra á Alþingi.

Þegar fylgi með stjórninni sýnir á afgerandi hátt að landsmenn treysta henni ekki - þá hefur það væntanlega ekkert með hana að gera. Hún ætlar að sitja áfram. 

Konan áttar sig ekki á því að hún er í forsvari fyrir stjórn sem flestir vilja burt!

Eitthvað eins og að taka sig allt í einu til og stetja siðareglur, breytir ekki afstöðu fólks til ríkisstjórnarinnar. En auðvitað skilur Jóhanna það ekki.

Fólk hefur ekki gleymt loforðum um Skjaldborg heimilanna - en það hefur Jóhanna gert fyrir löngu. 

Froskar geta ekki lært mannamál. Og það að kyssa frosk mun örugglega ekki breyta honum í fagran prins - slíkt er bara í ævintýrunum. Ævintýrin eru þó falleg - en raunveruleiki okkar Íslendinga er það ekki. Og það er ákveðin ríkisstjórn sem ber mesta ábyrgð á því!

Hvenær endar þessi martröð?


mbl.is Veit varla hvaðan á mig stendur veðrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velkomin í ESB - Undralandið góða!

Þetta er það sem Samfylkingin hefur barist fyrir ötullega - að koma okkur í undraland vansældar, atvinnuleysis og fátæktar.

Fyrir hverja? Kannski einstaka fyrirtæki sem telur sig betur sett með Evru sem gjaldmiðil? Sökum innflutnings? Sumir halda að vaxtakjör batni og efnahagsstefna verði öruggari. Þannig fáum við betri möguleika á erlendum lánum á góðum kjörum. Kannski aftur AAA frá Moodys eins og þegar okkar gjaldþrota bankar tóku lán hægri/vinstri - en gátu svo ekki borgað.

Undraland ESB hefur sýnt það og sannað að þetta hentar ekki öllum þjóðum - sýst ekki litlum þjóðum eins og okkur. Þeir sem hafa verið svo "vitlausir" að stíga skrefin til enda - eru nú í verri málum en nokkurn tíma fyrr.

Er þetta virkilega ekki að síast inn hjá fólki með amk. tvær starfandi heilasellur (afsakið orðalagið).

Svo hefur fólk áhyggjur af því hvernig lánafyrirtæki erlendis a. la Moodys kemur til með að bregðast við útkomu t.d. Icesave. Halló - þurfum við meira af erlendum lánum? Þó svo að ríkið fái "falleinkun" geta félög sem standa sig og komast á hlutabréfamarkað erlendis - já erlendis, því þar er eftirlitskerifð í lagi - fengið sitt eigið mat. Ríkið þarf ekki fleiri lán - svo mikið er morgunljóst.

En Leham Brothers voru með AAA tveim dögum fyrir hrun - hvað segir það okkur?

Er til of mikils mælst að Íslendingar fari að setja sig inn í þau mál sem verulega skipta öllu núna - í stað þess að fljóta að feygðarósi, ómeðvitaðir eins og venjulega.

Halló - vakna!


mbl.is Ríkisstjórn Portúgals að falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG kastar steinum úr glerhúsi.

Það er alveg með eindæmum hvað flokkur Vinstri Grænna steinhélt kjafti þegar þeim barst liðsstuðningur úr stjórnarandstöðu. Þráinn Bertelsson var búinn að sveima flokkslaus um Alþingi nokk lengi en fékk svo inni í VG. Þá var þagað.

Nú er staðan önnur. Tveir Alþingismenn VG hafa yfirgefið þingflokk sem ekki fylgir stefnuskrá sinni og þaggar niður í röddum flokksmanna. Slíkur gjörningur er reyndar í mótsögn við Stjórnarskrá okkar (sem ríkisstjórnin fer ekki eftir) þar sem sagt er að Alþingismenn eigi að fylgja eigin afstöðu.

En nú vælir í VG. Stjórnin (sem reyndar nýtur minnsta fylgis sögunnar að ég held) er í hættu.

Flokkurinn fylgir foringjanum sem hefur svikið kjósendur sína með afstöðu sinni. Einungis tveir þingmenn VG ákváðu að fylgja stefnuskránni fremur en foringjanum. Stefnuskránni sem sett var fram til kosninga.

Réttast væri að allir flokksmenn VG sem enn eru í þingflokknum vikju af þingi ef þeir geta ekki fylgt eigin stefnuskrá.

Steingrímur manna fyrstur.


mbl.is Rétt að Atli víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánn, Portúgal og Grikkland - á barmi örvæntingar.

Þetta eru lönd á barmi örvæntingar. Atvinnuleysi er gífurlegt og Evran er alls ekki að gagnast þessum þjóðum. Fróðlegt að hlusta á þessa klippu úr Evrópuþinginu.

http://www.youtube.com/watch?v=mGmnvkZszcw

Já - þetta var Nigel Farage. Hafi fólk fylgst með fréttum frá þessum löndum getur það ekki hafa farið fram hjá því að maðurinn hefur rétt fyrir sér.

Er ekki nóg um atvinnuleysi á Íslandi nú þegar? Ört stækkandi hópar eiga ekki fyrir mat. Afhverju í ósköpunum heldur fólk að þetta sé lausnin?

http://www.youtube.com/watch?v=wp8g6sfxPPs

Hagkerfi Íslands á ekki heima í ESB. Það er mín skoðun og margra annarra. Sennilega hafa flestir ESB sinnar bæði vinnu og eiga nóg fyrir sig og sína. Vita kannski ekki hvað atvinnuleysi er. Hvað ef þetta mundi nú breytast. Það virðist nefninlega vera svo að þeir sem hafa ekki fengið virkilega að súpa seyðið af kreppunni eru trúir því að ESB komið með gull og græna skóga.

Svo er það Össur. Er það ekki brot á Ráðherralögum að blekkja bæði aðra Alþingismenn og þjóðina í heild. Reyna að troða landi inn í ESB bakdyramegin á móti vilja landsmanna?

Hvað segja Hegningarlög við þessu?

Getur fólk hagað sér að villd bara afþví að það er í ríkisstjórn?

Ég spái því að Landsdómur sé rétt að tipla sín fyrstu spor og taka á fyrsta málinu af jafnvel röð annarra mála sem varða aðra ráðherra. Sem ég held að verði bara að hinu góða. Fólk í öllum atvinnustéttum verða að fylgja lögum og siðareglum.


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband