18.10.2010 | 13:54
Og þetta er bara innan eins stéttafélags.
Þegar stór hluti heillar þjóðar hefur kvíðahnút í maganum vegna fjárhagsáhyggna, sumir eiga ekki fyrir mat og aðrir ekki fyrir skuldum - hvernig er þá hægt að gera þessu þjóðfélagi að taka á málum með endalausum niðurskurði og skattahækkunum.
Hvernig getur ríkisstjórnin leyft sér að sitja sem fastast í svona ástandi. Á Alþingi sem búið er að missa allan trúverðugleika vegna eilífs sjónarspils?
Ég skal alveg vera viss um, að ef einhverr þeirra sem sitja í ríkisstjórn þyrftu sjálfir að fara og betla mat fyrir börnin sín, þá væri löngu búið að gera eitthvað annað og meira. En fólkið á ráðherrastólunum þekkir þetta ekki á eigin skinni.
Það heyrist ekki mikið frá þeim sem hafa það þokkalegt og sjá fram úr því að jafnvel geta klórað sig í gegnum þetta. En sá hópur fer minnkandi.
Víða hafa komið góðar raddir - raddir sem benda á mögulegar lausnir. Þessar raddir eru þaggaðar niður, ekki hlustað á þær.
Þeir sem eru aðgangsharðastir í innheimtu er ríkið sjálft. LÍN og Íbúðarlánasjóður eru undanþegin þeirri nýju löggjöf um að frysta aðgerðir um leið og plögg eru komin til umboðsmanns skuldara. LÍN má t.d. gjaldfæra öll námslán í einu lagi og krefjast fjárnáms í íbúðum þeirra sem ekki geta greitt.
Er þetta eðlilegt?
Eins er með vangoldna skatta. Þessu er umsvifalaust skellt til sýslumanns og í fjárnámsferli.
Það fer aulahrollur um mann, vitandi af því að þetta er bláköld staðreynd - og enginn virðist ætla að taka á málunum.
ENGINN
Helmingur með fjárhagsáhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2010 | 16:59
Hreyfingin sagði þetta strax - og nú er það komið í ljós.
Svik og prettir - allt saman. Leikræn tjáning ríkisstjórnarinnar til að slá ryki í augu þjóðarinnar er með ólíkindum. Stóra valdaklíkan hreinlega ætlar sér ekki að sleppa tökunum. Hvað verður um auðvaldið ef stjórn þess gefst upp? Ef einhver fer að tala fyrir heimilum, lausnum og almenningi - svona í alvöru?
Þá hljóta þessir auðhringir að tapa. Þeir munu ekki ná fyrirætluðum árangri í ESB. Fyrr skal lágstétt og millistétt blæða út frekar en slíkt gerist.
Eva Joly, sú merka kona, bennti á það að ESB vildi að orkufyrirtæki væru einkavædd. Hver man ekki Magma laumuspilið og HS orku? Hvað skyldi margt fleira eiga eftir að koma uppúr kafinu þegar loksins þessi ríkisstjórn hröklast frá. Því það hlýtur hún að gera.
Ísland á að heita lýðveldi. En það er það ekki - ekki ennþá. Íslandi er stjórnað af auhringjum sem ná inní ríkisstjórn. Klíkum sem eru orðnar fastar í sessi og ætla sér ekki að skipta um stíl. Hvar eru verkalýðsfélögin? Hvað gera þau fyrir atvinnulausan almenning?
EKKERT
Öllum þeim sem hafa reynt að gera góða hluti fyrir fólkið í landinu er hafnað. Hagsmunasamtök Heimilanna dreginn á asnaeyrunum - sýndarmennska og ekkert annað.
ÞAÐ ERU 9% SEM HAFA TRÚ Á ALÞINGI!
Ég þori að veðja að þessi 9% eru öll innan ákveðinna valdaklíka.
Það er kominn tími til að Forseti "lýðveldisins" Ísland stígi fram og stöðvi þenna skrípaleik.
Hagsmunasamtökin dregin á asnaeyrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Verðtryggingin er vinur fjármálafyrirtækjanna. Fjármálafyrirtækin geta lánað út verðtryggð lán og það er sama hvað gerirst í þjóðfélaginu, þau geta ekki tapað.
Þetta er mjög slæmt fyrir þá sem fara með hagstjórn og efnahagsstjórn. Fjármálafyrirtækin þurfa nefninlega ekki að passa uppá að þeirra athafnir sé verðbólguhvetjandi. Ef sjálf fjármálafyrirtækin þyrftu að passa uppá að sínar aðgerðir ýttu ekki undir aukna verðbólgu og þar með að tapa á því vegna útlána, má ganga útfrá því að mun meira yrði vandað til allra aðgerða þessara fyrirtækja.
Það getur því ekki talist annað en slæmt að fjármálafyrirtæki hafi þetta skálkaskjól umfram skuldara og þurfi lítið að hugsa um hvernig áhrif peningastjórnunar þeirra sjálfra hafa á hagkerfið.
Ég mundi því leggja til leiðréttingu á verðbólgu til upphafs kreppu og afnema verðtrygginguna í kjölfarið.
Niðurfærsla talin bótaskyld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.10.2010 | 18:45
Fyrsti sigur tunnuslagverks og eggja?
Svo virðist sem einhver hafi rumskað þegar 10 þús mótmælendur söfnuðust framan fyrir Alþingi og barðar voru 48 tunnur, kveiktur eldur og eggjum kastað. Fæstir þurfa svona mikið til - og sennilega þarf meira til þess að það verk sem hafið er verði klárað með vitrænum hætti.
Jú - frysting og skjól er auðvitað fyrsta skrefið af mörgum í skuldastöðu þjóðarinnar í dag. Þetta er það sem hefði átt að vera raunveruleiki fyrir löngu síðan. En það eru gleðitíðindi að þessi frestun sé komin á, en, þetta er bara frestun.
Hinn undirliggjandi vandi situr þó enn og nú hlýtur það að vera almenn krafa þjóðarinnar að ráðist verði að rótum hans og hann leystur. Það gerist vart með karpi og fundarsetum.
Ég spái því að tunnur verði slegnar uns árangur næst.
Segir skuldara komast fyrr í skjól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2010 | 17:25
Er þetta nógu skiljanlegt? Þar sem tunnuslátturinn var greinilega ekki nóg.
Eins og þingmenn Hreyfingar hafa bent á víða í fjölmiðlum að undanförnu, þá er Neyðarstjórn eða kosningar eina heilbrigða leiðin í átt þjóðinni til bjargar.
Nú setja þingmenn Hreyfingarinnar fram tillögu sína á skýran og skilmerkilegan hátt. Það er von mín (og eflaust fleiri) að þetta opni augu ríkisstjórnarinnar þar sem tunnusamspilið og eggjasalatið á Alþingishúsinu virðist á einhvern hátt hafa verið misskilinn.
Nú bíður þjóðin í ofvæni.
Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2010 | 14:21
Tillögur - Endurtekið blogg frá júnímánuði!
Í júnímánuði sl. setti ég inn þessar tillögur um hvað þyrfti að gera til að koma til móts við þá verst settu og taka á skuldavanda í þjóðfélaginu.
1. Frysta lán þeirra sem eru eingöngu á bótum (sama um hverskonar bætur ræðir).
2. Uppreikna framfærsluviðmið bótaþega.
3. Hækka mæðra/feðra laun til einstæðra foreldra
4. Hækka barnabætur þeirra sem minnst hafa
5. Lengja frest vegna nauðungarsölu uns atvinnustig fer batnandi
6. Skoða og leiðrétta húsnæðislán
7. Leiðrétta hækkaða neysluskatta - gera skattaumhverfið hagstæðara.
8. Láta ekki bótaþega eða láglaunafólk greiða skatta af horlaununum/bótunum sem það fær.
9. Draga úr niðurskurði ríkisins og skapa vinnu fyrir fólkið í landinu.
10. Skattleggja séreignarlífeyrissparnað fyrirfram.
Þetta eru allt mögulegar lausnir sem gætu komið í veg fyrir aukinn skaða og aðstoðað þjóðina til að fóta sig aftur.
Líst illa á almenna niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.10.2010 | 04:58
Verður ríkisstjórnin kærð fyrir morð?
Þetta er komið gott.
Það er vel hægt að ná inn nægu fjármagni með því að skattleggja séreignarlífeyrissparnað fyrirfram í stað eftirá. Ég veit að AGS viðurkennir það ekki sem "nýjar tekur" en halló - hver stjórnar Íslandi?
Niðurskurður ríkisins er komin langt umfram velsæmismörk. Ekki bara er búið að leggja niður ótal atvinnugildi, heldur er heilbrigðsissviðið í hættu - og þar með mannslíf.
Leggið frekar niður ráðuneyti eða nefndir - þetta gengur ekki. Það mun einhver tapa lífi vegna þessa, ef það hefur ekki þegar gerst. Og hver ætlar að taka ábyrgðina?
Fæðingarheimilið á Eiríksgötu var lagt niður vegna þess að það voru heilar 5 mínutúr yfir á skurðstofuna á Landsspítalanum. Eiríksgata er við hliðina á Landsspítalanum, fyrir þá sem ekki þekkja.
Þarna var talið skera úr um líf og dauða og fæðingarheimilinu lokað.
Þið - stjórnmála-atvinnumenn, sem hafið setið á þingi í yfir 20 ár. Þið munið eftir þessu.
Hvað eruð þið að gera núna? Skera 5 mínútur ennþá til um líf eða dauða? Eða eru það hagsmunir stjórnvalda sem ráða þessum mínútum sem getur skipt líf eða dauða?
Svei ykkur.
Lífsspursmál fyrir Selfoss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Niðurskurðir í aðkrepptu þjóðfélagi eiga ekki rétt á sér. Hvorki samkvæmt hagfræðilegum skilningi né siðferðislegum þegar um heilbrigðisþjónustu er að ræða.
Hér erum við að tala um skerðingu sem getur kostað mannslíf, ekki bara atvinnu fólks sem hefur í engin önnur störf að sækja.
Fram til þessa hefur verið fjallað um ráðherraábyrgð á þeim forsendum að ekki var fylgst með ástandinu í fjármálaheiminum og/eða gripið til úrræða á réttan hátt.
Það væri leitt ef næst, þegar upp kemur spurning um ráðherraábyrgð, að það væri vegna þess að einstaklingum væri stefnt í lífshættu vegna óþarfs niðurskurðar. Vilja Jóhanna og Steingrímur axla þá ábyrgð að einstaklingur eða jafnvel lítið barn deyji vegna aðgerða þeirra? Nei - ég bara spyr?
Það eru til lausnir sem þau vilja ekki horfast í augu við. Nú er verið að kalla fólk á teppið. Hagsmunasamtökin, mótmælendur, bankanna.
Hvað þarf til þess að þau sjái að fólkið vill þau burt!
Ég heyrði brilliant setningu í morgunútvarpinu. Flestir vakna við tíst frá lítilli vekjaraklukku. Forysta þjóðarinnar þurfti 10 þúsund manns og 40 olíutunnur til að rumska - já rumska, því þau eru sko ekki vöknuð ennþá.
85% niðurskurður á sjúkrasviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 18:55
Hræðsluáróður ríkisins?
Lífeyrissjóðirnir hafa nú margt brallað á undanförnum árum. Og misjafnt mjög eins eins og t.d. má sjá í Rannsóknarskýrslunni.
Að fjárfesting þeirra í Íbúðarlánasjóði fremur en öðru sem dáið hefur drottni sínum, lækki lífeyrisgreiðslur er því að mínu mati hjómið eitt.
Hins vegar skil ég nú að ríkið beri hönd fyrir höfuð sitt, þar sem um 80% þeirra nauðungarsala sem á döfinni eru mun vera tilkomið frá þeim sjálfum - þeim sem lofuðu Skjaldborg, hafi einhver gleymt því. Einungis 20% er í boði bankanna sem Jóhanna skammar fyrir að vera ósveigjanlegir í samningum.
Er það nema von að fólk vilji sjá nýja tíð í stjórnmálum og uppræta þessar klíkur? Berjið tunnurnar hátt og vel - þessu verður að linna.
Sjóðurinn hefur ekkert svigrúm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2010 | 18:24
Leyfist mér að leiðrétta þig Steingrímur?
Þeir skattar sem hafa verið lagðir á fara ýmist beint í neyslu s.s. auðlindarskattur rafmagns, hækkun virðisauka úr 24,5% í 25,5%, vörugjöld, tóbaks- og áfengisskattur o.s.frv. Lendir því á hvaða stétt sem er.
Hækkun tryggingargjalds dregur úr möguleika atvinnulífsins að greiða laun og ráða starfsfólk. Þetta á líka við um allar stéttar.
Væntanlegum skattaálögum sem skattahópur sendi frá sér þrátt fyrir mótmæli samráðshóps á ýmsum sviðum, eru ekki fýsilegustu kostirnir heldur.
Hins vegar kom fram hjá samráðshóp t.d. að skattleggja séreignarlífeyrissparnað fyrirfram og auka þar með tekjur ríkissjóðs á þessum erfiðu tímum í stað þess að þær kæmu í ríkiskassann síðar meir.
En þar sem þar var ekki um að ræða "auknar skatttekjur" heldur að ríkið væri í raun að taka "lán hjá sjálfu sér" þar sem það fær þessar skatttekjur hvort eð er, þá var ekki mikill hljómgrunnur fyrir því sem stendur.
Markmiðið var að AUKA skatttekjur (ekki fá þær að láni hjá sjálfum sér án vaxta) og til hliðsjónar áttu að vera sérfræðiálit frá AGS og OECD.
Bara svo að sannleikurinn sé á hreinu.
Réttlátari skattbyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)