Fóstureyðingar og skattar vs. auðlindir!

Í augum Íra er aðalmálið að vera hernaðarlega hlutlaust svæði, banna fóstureyðingar og ákveða sjálfir skatthlutfall sitt. Gott og vel. Held ekki að þetta hafi verið stórmerkilegt mál í augum ESB yfirvalda og löggjafa.

En skoðum svo málið með stórfelldum auðlindum. Gjöful fiskimið - þau bestu í Evrópu. Náttúruleg græn orka - og nóg af henni. Einmitt það sem þarf til að ná markmiðum um minni mengun og áhrif á loftslagið. Haldiði að ESB yfirvöld og löggjafar seti þetta í sama flokk og fóstureyðingar og skatta?

Haldið þið að við komum til með að hafa einkarétt á þessum auðlindum okkar í framtíðinni? Ráða verðlagningu þessara auðæfa okkar og hvernig þau skulu nýtast?

Think twice and then again.

Okkur er betur borgið án ESB, leyfum þeim að kúga aðrar smáþjóðir til hlýðni. Þeir eru nú þegar byrjaðir að kúga okkur til hlýðni hvað varðar Icesave.

Má bjóða ykkur sósu með Íslensku auðlindunum?

 


mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stælt og stolið!

Ég held að það sé komin tími til að fá hérna minnihlutaríkisstjórn! Þessi sem við höfum er klárlega ekki að gera sig, enda með ESB sólgleraugu sem blindar þeim sýn á annan raunveruleika.

Ég datt inná áhugaverða athugasemd við bloggi á eyjunni.is. Höfundur ókunnugur. En athugasemdin var þess eðlis að ég hefði varla getað skrifað betri sjálf.

Hún er því hér - stolin - en lýsir minni afstöðu engu að síður.

"GSS // 2.10 2009 kl. 21:14

Í framhaldi af vangaveltum þínum kemur hér vitrun mín og forspá. Bretar og Hollendingar munu ekki hvika frá afstöðu sinni í Icesave deilunni. Niðurstaðan: ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og VG lýkur fyrir miðjan október.
Við tekur minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skipuð sjö ráðherrum varin vantrausti af þingmönnum Hreyfingarinnar og fjórum þingmönnum VG, þeim Ögmundi Jónassyni, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasyni.
Samkomulagið byggir á því að boðað verði til Alþingiskosninga í lok september 2010 og skulu verkefni minnihlutastjórnarinnar vera:
1. Ekki verði kvikað frá fyrirvörum Alþingis í Icesavedeilunni og undirbúningur hafinn að því að verja rétt Íslands fyrir dómstólum og til þess fengnir færustu lögfræðingar, íslenskir og erlendir.
2. Samskiptum við Alþjóðagjaldeyrisvarasjóðinn verði hætt og öflugar sendinefndir sendar til Norðurlandanna, Rússlands, Kanada, Japans, Kína, Bandaríkjanna og til fleiri vinaþjóða og leitað eftir stuðningi.
3. Öllum hugmyndum og áætlunum um Evrópusambandsaðild verði slegið á frest og ekki hugað að þeim málum fyrr en Ísland hefur rétt úr kútnum og geti mætt til viðræðna við sambandið sem öflugt og fjárhagslega stöndugt land.
4. Unnið verði af krafti að uppbyggingu atvinnuveganna og tryggt að allar forsendur svo sem vaxtastig verði atvinnulífinu hagfelldar en fátt er alþýðu landsins mikilvægara um þessar mundir en einmitt kraftmikil atvinnustarfsemi.
5. Skuldastaða heimilanna tekin til endurskoðunar og leitað lausna sem eru þeim einhvers virði og boðlegar og raunveruleg stoð í.
6. Fjárlögum sem nýlega voru lögð fram hent á fjóshauginn og endurskrifuð frá grunni enda verði endurreisnin að minnsta kosti miðuð við fimm ára áætlun.
Þetta verða verkefni minnihlutastjórnarinnar en önnur mál sem koma inn á borð stjórnarinnar og þarfnast úrlausnar verði unnin náið og af fullum heilindum með þeim þingmönnum sem verja hana falli og leiðir raunar af sjálfu sér."

Ég gæti vel lifað við þessa stefnuskrá!

Að viðbættu ákvæði um meiri mannafla til Evu Joly til að hún megi á sem bestan veg klára rannsókn sína og draga menn til saka varðandi efnahagshrunið.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef ykku líkar ekki fyrirvararnir - þá er það bara ykkar mál!

Málið er mjög einfalt.

Bretar og Hollendingar standa illa að vígi lagalega séð ef þetta fer fyrir dómstóla. Þeirra fjárhagseftirlitskerfi samþykktu á sínum tíma Icesave en þeir ætla enga ábyrgð að taka. Ég held ekki að þeir myndu sleppa svo vel ef málið færi fyrir dóm.

ÞAÐ ER ÞEIRRA HAGUR AÐ MÁLIÐ FARI EKKI FYRIR DÓMSTÓLA!

Svo þeir vilja kúga okkur og þvinga með hótunum. Um hvað? Að við fáum ekki lánið frá AGS? Og hvað um það. Fjármagn leitar alltaf í góða fjárfestingu. Ef ríkissjóður kemur til með að skulda um 200 sinnum meira en landsframleiðslu okkar nemur - hver mundi þá fjárfesta hérna? En ef ríkið hafnar þessu láni og fær úr því skorið hversu háa fjárhæð okkur ber að greiða í Icesave - þá er mun líklegra að við séum góð og gild í augum fjárfesta. Bretar og Hollendingar eru kannski öflugir, með ESB og AGS sér við hlið. En þeir ráða ekki fjármálaheiminum!

OG AFHVERJU ESB?

ESB löndin eru í vanda. Hagvöxtur fer minnkandi. Það er erfitt að reka mörg lítil hagkerfi sem eitt stórt. Það gengur bara ekki upp. Stærðarhagkvæmnin í rekstri gengur ekki upp í óendanlegt! Á ákveðnum punkti fer stærðarhagkvæmnin að verða óhagkvæm. Þetta er ekkert öðruvísi.

Nei - okkur er betur borgið með eigin mynt í eigin hagkerfi. Höfum markaðsöflin til hliðsjónar hvað fjárstreymi varðar - ekki AGS.

EF ÞIÐ TAKIÐ EKKI ÞESSUM FYRIRVÖRUM - ÞÁ BARA BÍÐIÐ ÞIÐ ÞAR TIL MÁLIÐ FER Í DÓM.

Það á ekkert að vera neitt flóknara!

Takið nú Ögmund ykkur til fyrirmyndar og hættið að leika þessar bjévítans gungur. Enga baktjaldasamninga takk.


mbl.is Segir Breta og Hollendinga fjárkúga Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundi sparkað til að ná samstöðu í ríkisstjórn!

Já - ríkisstjórnin verður að "tala einu máli í Icesave-málinu". Og til þess að svo verði þurfa auðvitað þeir sem fylgja eigin sannfæringu og vilja tala máli fólksins í landinu að víkja úr ráðherrastóli.

Samfylkingin og Jóhanna geta ekki - mega ekki - komast upp með svona miðstýrð einræðis vinnubrögð til að beygja okkur í duftið. Það er ekkert lýðræðislegt við það að þagga niður í kjörnum þingmönnum ef þeir taka ekki "rétta afstöðu" til málefna þjóðarinnar. Eða þeim sagt að boða forföll, kalla til varamenn o.s.frv.

Er þetta það sem við viljum?

Rödd Samfylkingar hefur talað - svo mikið er víst.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins fær maður að heyra söguna.

Ég bloggaði í gærkvöldi - örstutt - vegna þess að Gordon Brown sagði í ræðu í svo fáum orðum "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna". Hann að vísu orðaði það á þann hátt að breskur almenningur ætti ekki að borga fyrir mistök bankanna. Ég er viss um að breskur almenningur klappar honum á bakið.

Nákvæmlega þetta sagði Davíð Oddson þegar bankarnir hrundu - og þar með bankakerfið í heild. Maðurinn sat þá í Seðlabankanum - ekki ríkisstjórn - og sagði að almenningur ætti ekki að greiða skuldir óreiðumanna. En honum var ekki klappað á bakið. Hann var borinn út úr Seðlabankanum og "grýttur" ef svo má að orði komast.

Samt eru nú, sem betur fer, flestir þeirrar skoðunnar að þessar skuldir séu ekki almennings að borga. Bretar og Hollendingar gefa auðvitað frat í þá skoðun okkar - og það sem verra er, ríkisstjórnin okkar virðist gera það líka!

Með miklu átaki og staðfestu einstaklinga innan stjórnarandstöðu fékkst það þó í gegn að samningar þeir sem kveða á um að íslenskur almenningur skuli einmitt greiða skuldir óreiðumanna, voru skoðaðir í kjölin og reynt að verjast þeim afarkostum sem þar voru settir.

Ég furða mig á að ríkisstjórnin hafi ekki haft frumkvæði af því. Ég furða mig á að allt snúist um það að borga IceSafe. Ég furða mig á því að allir útreikningar miðist við hvort við Íslendingar getum borgað þessa skuld óreiðumanna.

Svo setur að mér hroll. Þetta er bara ein skuld af mörgum sem á að skella á okkur almenning. Hvernig eigum við að borga skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn? Skuldir við önnur ríki sem lána okkur? Hver er heildarpakkinn þegar þetta er allt sett saman? Af hverju eru stjórnvöld að setja á okkur allan þennan pakka sem getur varla leitt til annars en að þjóðin verður í skuldaklafa áratugum saman. Sem óvíst er að hún ráði við.

Ég verð að segja að ég fagna því að fá loksins að heyra hvað það var sem í raun gerðist. Heyra það frá einstaklingi sem ekki er því sammála að við borgum skuldir óreiðumanna - frekar en stjórnvalda sem telja sig neyðast til þess að borga, semja og taka lán. Vonandi getur maður nú frekar gert sér grein fyrir því í hvaða stöðu við erum.

Ég verð því að segja að ég fagna nýjum heimildarmanni Morgunblaðsins. Margir munu láta blint hatur koma í veg fyrir það að lesa sér til um atburðarrásina sem hér átti sér stað. Og það mun væntanlega villa mörgum sýn.

En ég vona að þeir einstaklingar sem geta látið þessar nýju upplýsingar koma okkur íslendingum að gagni kasti frá sér reiði og fordómum og bretti upp ermar. Upplýsingar eru grundvöllur réttra aðgerða.


mbl.is Engin samskipti við Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brown hefur talað - aftur!

Þar sem Brown hefur nú sagt frá því opinberlega að almenningur eigi ekki að greiða fyrir mistök bankanna - þá hljótum við að geta rifið þetta samningsplagg þeirra og sent honum í pósti.

Held ekki að nokkur lögfræðingur mundi taka þátt í svona mismunum. Almenningur í Bretlandi borgar ekki mistökin - ekki almenningur á Íslandi heldur!

Umræddur banki er orðin gjaldþrota og það er ákveðið lagalegt ferli sem fylgir því að sækja kröfur í þrotabú. Gjörið svo vel og hana nú.

ALMENNINGUR ÞARF EKKI AÐ GREIÐA FYRIR MISTÖK BANKANNA (Brown,Gordon 2009).


mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta verða þeir að útfæra MUN betur......

Eftirfarandi er fengið að láni af visi.is

"Greiðslubyrði lána verður færð aftur fyrir hrun og það sem eftir stendur af lánum að lánstíma loknum verður afskrifað, samkvæmt aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnir á allra næstu dögum.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra boðaði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag að ríkisstjórnin myndi á næstu dögum kynna aðgerðir sínar til stuðnings skuldugum heimilum. Hann vildi hins vegar ekki fara nákvæmlega ofan í þessar aðgerðir fyrr en endanlega hefði verið gengið frá þeim.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar verður greiðslubyrði allra húsnæðis - og bílalána, hvort sem þau eru verðtryggð eða gengistryggð færð að því sem hún var tiltekinn dag áður en bankarnir og gengi krónunnar hrundu. Það sem eftir standi að lánstíma liðnum verði síðan afskrifað.

Ráðherra sagði tillögurnar taka mið af hagsmunum fólks og fjölskyldna en ekki hagsmuni fjármálastofnana og kröfueigenda."

Nú spyr ég:

1. Nú hafa margir einstaklingar skuldbreytt lánum vegna ítrekaðra hótana um eignanám. Það mætti telja til nauðungasamninga ef út í það er farið. Þessum lánum þarf þá að "snúa tilbaka" svo þau falli undir "sömu greiðslubyrgði" líkt og upphaflega lánið.

2.  Margir hafa á þessum tíma selt eignir - í neyð aftur - hvort sem um ræðir hús eða bíla. Viðkomandi situr þá jafnvel eftir með ný lán sem í raun eru bara verðtrygging og/eða gengistrygging og engin eign þar að baki. Hvað á að gera fyrir þetta fólk? Fólk sem er að borga af t.d. bíl sem það seldi á matsvirði en skuldaði þó verðtryggingu/gengismun? Og er að greiða það?

3. Nú á að afskrifa eftirstöðvar í lok lánatímabils. Af hvaða höfuðstól verður reiknað þessi ár sem eftir eru? Er verðtrygging/gjaldeyrismismunur sett á hold í þessi ár?

4. Nú verður höfuðstóll leiðréttur (vonandi - eina rétta leiðin til að reikna lánin áfram) en eftirstöðvarnar, sem eru þá verðtryggingin og gengismunurinn, hanga aftan í láninu. Hvað ef fólk þarf nú að stækka við sig eða vill kaupa minna? Hvað á það að gera við "kreppuhalann".

5. Í anda 4. liðar - hvað ef ung hjón sem voru sátt og sæl 2007 en eru það ekki lengur, taka uppá því að skilja skiptum og skipta eignum og skuldum. Hvað verður þá um "kreppuhalann"?

6. Hvað með þá sem eru með 40 ára lán en falla frá innan 40 ára?

Þetta er sumsé góð byrjun en alls ekki nógu góð útfærsla. Afhverju ekki að klára dæmið strax? Því eftir sem áður má fólk hvorki skipta um húsnæði eða bíl. Hvað þá að skilja og alls ekki að deyja á lánatímabilinu.

Ég mæli því með að fá að sjá betri útfærslu á þessu - helst í gær!


mbl.is Greiðslubyrði aftur fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svolítið seinir að fatta!

Er virkilega verið að skoða þetta fyrst núna? Þetta er nokkuð sem virðist hafa legið morgunljóst fyrir mjög lengi. Man eftir að hafa sett þessar vangaveltur, ásamt punktum þeim til stuðnings í ritgerð sem ég gerði í vor. En ekki datt mér til hugar að FME hefði ekki gert sér grein fyrir þessu á þeim tímapunkti. Nema þetta sé bara dæmi um hversu hæg vinnubrögðin eru.

Það segir sig sjálft að þegar há lán eru veitt tengdum fyrirtækjum til þess eins að kaupa hlutabréf í lánveitandi banka þá eru sendar misvísandi upplýsingar til markaðar og verði hlutabréfa haldið uppi.

Hlutabréfamarkaðurinn (sem var) hér á Íslandi var þess utan mjög veikur. Það þýðir að upplýsingar voru takmarkaðar. Og í þannig tilfelli er auðvelt að notfæra sér svona brellur.

Ég tel ógæfulegt að reyna að halda uppi séríslenskum hlutabréfamarkaði, þar sem hann er og verður of smár til að hægt sé að nota þau markaðsáhöld sem fylgjast með gagnsæi hans. Frekar er að skrá hlutafélög á markað hjá norðurlöndunum.


mbl.is FME rannsakar allsherjar markaðsmisnotkun banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin dularfulla Jóhanna.

Niðurstöður í samræmi við samþykktir Alþingis. Þetta er áhugavert. Ég hélt að það þyrfti engar málalengingar og vangaveltur í því sambandi. Annað hvort já eða nei! Samþykkið þið þetta eða ekki? Þetta er auðvitað í hæsta máta dularfullt.

Hvað hefur hún svo á boðstólnum fyrir heimilin? Fyrir áramót. Ég vona að hún sé að tala um næstu áramót. Þessi ömurlegu úrræði sem nú eru fyrir hendi eru mannskemmandi og engum sæmandi. Að þurfa að draga fólk fyrir dómstóla með mál sín útaf kerfishruni bankanna. En þeir sem ættu sannarlega að fara fyrir dómstóla vegna málsins. Hvar eru þeir?

Það hefur mikið verið talað um dómstólaleiðina vegna IceSave og að draga útrásarvíkingana til saka. En eina fólkið sem er dregið fyrir dómstóla er blessað fólkið sem er fórnarlömb ástandsins.

Er ekki komið nóg af, "erum að fjalla um", "er í augsýn" , "er nauðsynlegt" og fleiri svona frösum sem segja okkur ekki neitt og gera ekkert fyrir okkur.

Er ríkisstjórnin til dæmis ekki að átta sig á því að meginhluti þjóðarinnar (þeir sem ekki eru í útflutningi) vill ekki ganga í ESB. Samt er öllu púðri eitt í það og tengd mál.

Aðgerðir takk. Ekki seinna en strax og helst í gær.

Hættu nú að vera svona dularfull Jóhanna. Við viljum frekar svona "straight to the point" umfjöllun á þessum málum.


mbl.is Lausn í Icesave í sjónmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er sama hvaðan gott kemur!

Borgarahreyfingin hefur unnið mikið ágætisstarf frá því hún var stofnuð og mun örugglega gera áfram. Hreyfingin hefur það að markmiði líka, einmitt það að vinna gott starf í nánu samstarfi við alla þá hópa og hreyfingar sem vilja leggja sitt af mörkum til að efla hér lýðræði, réttlæti og almannahag.

Það er sama hvaðan gott kemur. Á þessum tímum eiga allir að leggja saman krafta sína. Öll viljum við það sama. Og það vill svo vel til að við höfum raddir á þinginu. Það eru raddir okkar allra. Allra sem að þessu vinnum - ekki bara sumra.

Vinnum saman og stuðlum að betra Íslandi!

 


mbl.is Hreyfingin verður til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband